13.10.2008 | 10:01
Pappírsþurrkudrottning Íslands .....
Það er að segja ég.
Hef tekið þá ígrunduðu ákvörðun að minnka notkun pappírsþurrkna um helming. Vinda he...... tuskurnar á nýjan leik.
Segið svo að kreppu/erfiðleika/barlómsútblásturinn hafi ekki áhrif.
Sný mér að pappírsgerð í staðinn, kann að búa til pappír í öllum regnbogans litum.
Góður dagur, njótum hans og þeirra sem okkur þykir vænt um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2008 | 17:59
Ánægjulegt.
Eitt fer annað kemur, næg atvinna framundan við síldarsöltun, nægur útflutningur, nægur gjaldeyrir, gott líf gleði og gaman.
Heima hjá mér í þá gömlu góðu voru borðaðar síldarbollur með kartöflum brúnni sósu og sultu.
Í það minnsta nóg að borða handa heilli þjóð.
Njótum hvers annars - dagsins og lífsins.
Á síld innan við Stykkishólm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 06:21
Vandamálin.
Oft er erfiðara að flýja vandamálin en að takast á við þau. Að takast á við þau krefst vitsmuna okkar, kjarks og visku. Að flýja þau gerir okkur einungis taugaveikluð.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 23:01
Naglasúpa.
Ég er hrifin af naglasúpu og á skruni mínu á netinu fann ég uppskrift af einni sem ég kem til með að nýta mér - ódýr holl og án efa góð:
Naglasúpa
vatn
krækiberjasaft
haframjöl
rúsínur (og sveskjur ef vill)
negulnaglar
salt
Hlutföllin í öllu sem notað er í súpuna fer eftir smekk hvers og eins. Ef ykkur finnst soðnar rúsínur mjög góðar hafið þið mikið af þeim, ef þið viljið hafa súpuna þykka notið þið mikið haframjöl o.s.frv. Það eina sem ég mundi spara í ykkar sporum er saltið. Setjið allt í pott, sjóðið u.þ.b. 3 mínútur og borðið með mjólk út á. Frábær aðferð til að koma höfrum og krækiberjasaft í barnungana.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 07:15
Brauð að baka.
Enginn er búmaðurinn nema hann berji sér, í hremmingunum er ágætt að vita að stórmenni þjóða hafa eldað á straujárni.
Ég rifjaði upp á dögunum uppskrift af ódýru og góðu brauði sem ég lærði af henni mömmu minni:
5 bollar hveiti
5 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1-2 egg
súrmjólk.
Þetta er grunnur að tveimur brauðum, öllu ofangreindu er hrært saman magnið af súrmjólk er ekki gefið upp heldur er miðað við að deigið sé fremur lint.
Ef ekki er til súrmjólk má nota mjólk, ef ekki er til mjólk má nota vatn eða blöndu af framangreindu. Nota má ýmsar mjöltegundir s.s. blöndu af hvítu hveiti, speltmjöli, haframjöli, heilhveiti, rúgmjöli og svo framvegis. Ef mikið er í skápunum má stappa banana, eða rífa gulrætur, eða nota korn, hveitiklíð eða annað sem gerir brauðið betra. Bakist við 200 gráður C. í klukkutíma eða svo.
Með þessu brauði er gott að borða ávaxtagraut/súpu sem elduð er heima úr þurrkuðum ávöxtum.
Kaupið einn poka af blönduðum þurrkuðum ávöxtum, leggið í bleyti yfir nótt (tveir lítrar vatn) sjóðið síðan í klukkutíma (meðan brauðið bakast) pískið vel svo ávextirnir tætist í sundur og þykkið með smá kartöflumjöli.
Góð máltíð fyrir nokkuð marga.
Ég minni líka á naglasúpuna góðu.
Verði okkur svo að góðu.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Námsmenn erlendis í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 08:11
Óreiðumenn!!!!!!!!!!!
Ég á stundum erfitt með að skilja og núna þessa dagana skil ég minna en oft áður.´
Ég skildi aldrei hvaðan allir peningarnir komu sem hafa verið í umræðunni undanfarin ár og ég skil ekki hvert þessir sömu peningar fóru undanfarna dag.
Enda lærði ég að vinnuframlag mitt væru mínir peningar. Svo einfalt er það nú, lítið breytist hjá mér svo lengi sem ég hef vinnu.
Njótum dagsins og lífsins.
Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 07:46
Hvað sem gerist,
dragðu þig ekki í hlé frá öðru fólki.
Nýr dagur og ný tækifæri og í dag ætla ég að gleyma áhyggjum því það er besta yngingarmeðalið.
Ég tók mig til og fór að hugsa. Já hugsa.
Það læddist í huga minn dálítið magn af áhyggjum, af mér og mínum. Örugglega er ég ekki sú eina enda hef ég verið að hlusta á fjölmiðla það er ekki viturlegt því allt gengur út á framtíðarhremmingar fyrir utan hörmungar hvers dags.
Í útvarpinu er varla setning sögð án þess að krepputal-hjal-blaður eigi sér stað. Ég er ekkert kát með það.
Því það er alveg sama hvað ég hef miklar áhyggjur ég breyti ekki ástandinu.
Svo ég fór að hugsa um hvað ég hef og hvað ég er glöð með það (Pollýanna er mér ætíð hugleikin):
Ég á falleg og hraust börn, sem ég elska meir en orð fá lýst.
Ég á yndisleg barnabörn sem eru mér óendanlega kær.
Ég á mann sem ég elska og hann elskar mig.
Það er mikið af góðu fólki í lífi mínu, ég kann að meta það.
Ég hef vinnu og ánægð með það.
Ég er hraust og dugleg.
Ég er ánægð og þakklát fyrir að geta verið til staðar fyrir þá sem mér þykir væntum og þá sem þarfnast mín.
Ég er þakklát fyrir þennan fallega dag.
Og ég kann að lifa af þó harðni í ári því ég lærði að ekkert er sjálfgefið snemma á lífsleiðinni.
Og þegar harðnar í dalnum gildir að vinna meira og fara betur með allt sem ég hef í hendi.
Ég ætla glöð út í daginn.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Að hlæja saman hressir best.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 10:54
Ánægð með það.
Já ekki er allt slæmt og ég gleðst fyrir mína hönd og annara sem nota ökutæki. Alltaf eitthvað gott á ferðinni.
Og ég er þakklát þeim sem stuðla að betri kjörum.
Vonandi fylgja fleiri í kjölfarið.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Eldsneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 01:00
Ég er ekki viss!!!!!!!!!!!!!!!!!
Um að þeir sem stýrðu þjóðarskútunni í kafi eigi að sitja áfram í valdastól með mánaðarlaun sem enginn má vita hversu há eru og finna lítið eða ekkert fyrir hækkandi matarverði.
Í það minnsta held ég að sá stjórnandi sem er að byggja sér tólfhundruð fermetra sumarhús hér upp í sveit hafi tryggt sér og sínum nægilega framfærslu næstu árin.
Og skarar án efa hver eld að sinni köku.
Það gladdi mitt litla hjarta að þingmenn 62/63 hafi mætt til vinnu í kvöld. Skyldu þeir fá yfirtíð greidda?
En fyrir okkur hin:
Sparnaðarráð.
Þegar fólk hefur minna á milli handanna þarf oft að spá í hversu mikið við eyðum í matarinnkaupin. Misjafnt er hvað fólk fer með í mat og aðrar nauðsynjar á mánuði og finnst mörgum nóg um bruðlið. Hér koma nokkur sparnaðarráð sem koma vonandi að einhverju gagni.
1. Kauptu inn í stórum pakkningum, til dæmis hrísgrjón og pasta sem geymist vel og lengi.
2. Athugaðu tilboðsauglýsingar, þar er oft hægt að gera góð kaup á til dæmis kjöti sem er hægt að nota í ýmsa rétti. Einnig eru oft fín tilboð á grænmeti eða ávöxtum.
3. Lauksúpa, gratíneruð með brauði og osti er herramannsmatur. Hráefnið í hana kostar mjög lítið. Uppskrift af lauksúpu er að finna í greinasafni Gott í Gogginn á femin.is.
4. Ef þú átt frystikistu er kannski ráð að kíkja í hana og fara í gegnum innihaldið. Skrifaðu allt upp sem er í kistunni og gerðu matseðil eftir hráefninu. Til dæmis er frosin skinka og blandað grænmeti tilvalið í bökur og smá biti af lamba eða svínakjöti getur dugað í máltíð fyrir heila fjölskyldu.
5. Það borgar sig að taka einn bökunardag í viku, baka þá brauð og pizzubotna og setja í frysti. Ef þú ert ekki vön brauðbakstri vil ég benda á brauðvélarnar sem allir geta notað og þær borga sig fljótt upp ef um stórfjölskyldu og mikinn bakstur er að ræða. Það tekur 5-10 mínútur að taka til efnið í brauðið, afganginn sér brauðvélin um.
6. Ef þú ferð með háar upphæðir í mjólkurvörur, svo sem jógúrt og osta, er hægt að minnka útgjöldin til dæmis með því að kaupa súrmjólk og setja út í hana ávaxtagrauta eins og jarðarberja eða hindberjagraut sem gefa gott ávaxtabragð og er einnig til sykurskert. Osta borgar sig að kaupa í stórum stykkjum og mögru brauðostarnir eru ódýrari en þeir feitu.
7. Hráefni í baunarétti getur verið mjög ódýrt. Einn poki af til dæmis kjúklingabaunum getur dugað í 4-5 máltíðir (sem grunnur) fyrir 4manna fjölskyldu og kostar um 200 krónur. Út í soðnar kjúklingabaunir er hægt að bæta alls kyns grænmeti, kryddi og sósum og útbúa bragðgóða og holla rétti.
8. Egg, kartöflur og laukur eiga vel saman í eggjakökur, bökur og ofnrétti. Allt er þetta ódýrt og drjúgt hráefni.
9. Unnin matvara er oft dýrasti maturinn. Þú getur haft gott tímakaup við það að útbúa til dæmis hamborgarana, fiskbollurnar, pizzurnar, súpurnar eða ofnfiskréttina sjálf. Staldraðu við og berðu saman verð í versluninni þinni og mundu að athuga kílóverð á pakkningum eða hillum, það er hið raunverulega verð.
10. Ef þér er alvara með að lækka matarkostnað heimilisins er vert að athuga þessa punkta en einnig er gott ráð að fara eftir matseðli vikunnar á femin.is, kaupa inn á mánudegi samkvæmt honum og fara síðan sem minnst í matvörubúðina þess á milli. Gangi ykkur vel !
Ofangreint skrifaði Rut Helgadóttir á femin.is
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Ný lög um fjármálamarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 09:58
Mig setur hljóða.
Er ekki allt í lagi með okkur fullorðna fólkið? Fyrirmynd!
Hvaða skilaboð liggja á bak við svona leiki?
Líti nú hver í eigin barm - skoðum okkur - leik ég mér í svona leikjum?
Og hvað er heillandi/spennandi/æsandi við að myrða börn þó í leik sé?
Æji.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Leikskólaleikur tekinn út af íslenskri síðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)