Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Ódýrt bensín!

Skemmtilegt þetta,  ekki hægt að segja annað.  Ef bensín er ódýrt núna hvenær verður það dýrt?

Það er sauðslegt að spyrja en stundum velti ég mér upp úr hlutum sem ég get ekki breytt, hugsa málið og kemst að engri niðurstöðu.

 

Ég mælist til þess að bensín hækki meira, óðaverðbólga leggist enn einu sinni yfir landið. Kaup lækki, fátækrahælum verði komið upp hér og þar um landið.  Súpueldhúsum líka. Það eina sem mér finnst að eigi að gæta vel og vendilega að:

Ekkert bitni á ráðamönnum þjóðarinnar, þeir komist áfram í sín heimsferðalög á kostnað þjóðarinnar, aki og eti á kostnað skattborgara og geti haft það áfram betra en við hin það er sauðsvartur almúginn.

Nöldri dagsins lokið.

 


Fermingardaman

Karólína Vilborg

Ótrúlega flott - fyrsta ömmustelpan Karólína Vilborg Torfadóttir fermdist sextánda mars, einstaklega lík ömmu sinni.


Failure

FAILURE
If you have made mistakes,
even serious ones,
there is always another chance for you.
What we call failure
is not the falling down
but the staying down.
     - Mary Pickford  
     

Nornabrækur.

Nornabrækur eru merki vorkomu, í gær þegar ég ók í höfuðstaðinn sá ég að þær héngu virðulegar mislitar af öllum stærðum og gerðum á gaddavírsgirðingum landsmanna.  Ég brosti blíðlega með sjálfri mér "Vorboði".

Þegar nær dró birtust mótorhjól af öllum stærðum og gerðum " Vorboði".

Og er ég var kominn á stórhafnarfjarðarsvæðið urðu á vegi mínum fallegar konur með barnavagna, stoltar blíðlegar konur "Vorboði".

Ekkert jafnast á við vorið með öllu sínu - fólkinu - fuglunum- blómunum og lífinu sjálfu í sinni fegurstu mynd. Það er svo gott að vera til.

Njótum dagsins, lífsins, og hvers annars.


Vorið er komið

Jæja þá og hana nú.  Vorið er komið og grundirnar gróa, grænkar í túni og aftur verður hlýtt og bjart um bæinn.

Ég er núna að hugsa mig um, hugsa um, hugsa. Það hefur reyndar ekki alltaf neitt merkilegt í för með sér þegar ég tek upp á þessum óskunda.

Í raun er bara best að hugsa ekkert og vera hamingjusamur í hugsunarleysinu.

Ég tek hér með þá ákvörðun að vera hamingjusöm í dag.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband