Naglasúpa.

Ég er hrifin af naglasúpu og á skruni mínu á netinu fann ég uppskrift af einni sem ég kem til með að nýta mér - ódýr holl og án efa góð:

Naglasúpa

vatn
krækiberjasaft
haframjöl
rúsínur (og sveskjur ef vill)
negulnaglar
salt

Hlutföllin í öllu sem notað er í súpuna fer eftir smekk hvers og eins. Ef ykkur finnst soðnar rúsínur mjög góðar hafið þið mikið af þeim, ef þið viljið hafa súpuna þykka notið þið mikið haframjöl o.s.frv. Það eina sem ég mundi spara í ykkar sporum er saltið. Setjið allt í pott, sjóðið u.þ.b. 3 mínútur og borðið með mjólk út á. Frábær aðferð til að koma höfrum og krækiberjasaft í barnungana.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband