Brauð að baka.

Enginn er búmaðurinn nema hann berji sér, í hremmingunum er ágætt að vita að stórmenni þjóða hafa eldað á straujárni.

 Ég rifjaði upp á dögunum uppskrift af ódýru og góðu brauði sem ég lærði af henni mömmu minni:

5 bollar hveiti

5 tsk lyftiduft

1 tsk salt

1-2 egg

súrmjólk.

Þetta er grunnur að tveimur brauðum, öllu ofangreindu er hrært saman magnið af súrmjólk er ekki gefið upp heldur er miðað við að deigið sé fremur lint.  

Ef ekki er til súrmjólk má nota mjólk, ef ekki er til mjólk má nota vatn eða blöndu af framangreindu.  Nota má ýmsar mjöltegundir s.s. blöndu af hvítu hveiti, speltmjöli, haframjöli, heilhveiti, rúgmjöli og svo framvegis. Ef mikið er í skápunum má stappa banana, eða rífa gulrætur, eða nota korn, hveitiklíð eða annað sem gerir brauðið betra. Bakist við 200 gráður C. í klukkutíma eða svo.

Með þessu brauði er gott að borða ávaxtagraut/súpu sem elduð er heima úr þurrkuðum ávöxtum.

Kaupið einn poka af blönduðum þurrkuðum ávöxtum, leggið í bleyti yfir nótt (tveir lítrar vatn) sjóðið síðan í klukkutíma (meðan brauðið bakast)  pískið vel svo ávextirnir tætist í sundur og þykkið með smá kartöflumjöli.

Góð máltíð fyrir nokkuð marga. 

Ég minni líka á naglasúpuna góðu. 

Verði okkur svo að góðu.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

 


mbl.is Námsmenn erlendis í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband