Ég er ekki viss!!!!!!!!!!!!!!!!!

Um að þeir sem stýrðu þjóðarskútunni í kafi eigi að sitja áfram í valdastól með mánaðarlaun sem enginn má vita hversu há eru og finna lítið eða ekkert fyrir hækkandi matarverði.

Í það minnsta held ég að sá stjórnandi sem er að byggja sér tólfhundruð fermetra sumarhús hér upp í sveit hafi tryggt sér og sínum nægilega framfærslu næstu árin.

Og skarar án efa hver eld að sinni köku.

Það gladdi mitt litla hjarta að þingmenn 62/63 hafi mætt til vinnu í kvöld.  Skyldu þeir fá yfirtíð greidda?

En fyrir okkur hin:

Sparnaðarráð. 

Þegar fólk hefur minna á milli handanna þarf oft að spá í hversu mikið við eyðum í matarinnkaupin. Misjafnt er hvað fólk fer með í mat og aðrar nauðsynjar á mánuði og finnst mörgum nóg um bruðlið. Hér koma nokkur sparnaðarráð sem koma vonandi að einhverju gagni.

1. Kauptu inn í stórum pakkningum, til dæmis hrísgrjón og pasta sem geymist vel og lengi.

2. Athugaðu tilboðsauglýsingar, þar er oft hægt að gera góð kaup á til dæmis kjöti sem er hægt að nota í ýmsa rétti. Einnig eru oft fín tilboð á grænmeti eða ávöxtum.

3. Lauksúpa, gratíneruð með brauði og osti er herramannsmatur. Hráefnið í hana kostar mjög lítið. Uppskrift af lauksúpu er að finna í greinasafni Gott í Gogginn á femin.is.

4. Ef þú átt frystikistu er kannski ráð að kíkja í hana og fara í gegnum innihaldið. Skrifaðu allt upp sem er í kistunni og gerðu matseðil eftir hráefninu. Til dæmis er frosin skinka og blandað grænmeti tilvalið í bökur og smá biti af lamba eða svínakjöti getur dugað í máltíð fyrir heila fjölskyldu.

5. Það borgar sig að taka einn bökunardag í viku, baka þá brauð og pizzubotna og setja í frysti. Ef þú ert ekki vön brauðbakstri vil ég benda á brauðvélarnar sem allir geta notað og þær borga sig fljótt upp ef um stórfjölskyldu og mikinn bakstur er að ræða. Það tekur 5-10 mínútur að taka til efnið í brauðið, afganginn sér brauðvélin um.

6. Ef þú ferð með háar upphæðir í mjólkurvörur, svo sem jógúrt og osta, er hægt að minnka útgjöldin til dæmis með því að kaupa súrmjólk og setja út í hana ávaxtagrauta eins og jarðarberja eða hindberjagraut sem gefa gott ávaxtabragð og er einnig til sykurskert. Osta borgar sig að kaupa í stórum stykkjum og mögru brauðostarnir eru ódýrari en þeir feitu.

7. Hráefni í baunarétti getur verið mjög ódýrt. Einn poki af til dæmis kjúklingabaunum getur dugað í 4-5 máltíðir (sem grunnur) fyrir 4manna fjölskyldu og kostar um 200 krónur. Út í soðnar kjúklingabaunir er hægt að bæta alls kyns grænmeti, kryddi og sósum og útbúa bragðgóða og holla rétti.

8. Egg, kartöflur og laukur eiga vel saman í eggjakökur, bökur og ofnrétti. Allt er þetta ódýrt og drjúgt hráefni.

9. Unnin matvara er oft dýrasti maturinn. Þú getur haft gott tímakaup við það að útbúa til dæmis hamborgarana, fiskbollurnar, pizzurnar, súpurnar eða ofnfiskréttina sjálf. Staldraðu við og berðu saman verð í versluninni þinni og mundu að athuga kílóverð á pakkningum eða hillum, það er hið raunverulega verð.

10. Ef þér er alvara með að lækka matarkostnað heimilisins er vert að athuga þessa punkta en einnig er gott ráð að fara eftir matseðli vikunnar á femin.is, kaupa inn á mánudegi samkvæmt honum og fara síðan sem minnst í matvörubúðina þess á milli. Gangi ykkur vel !

Ofangreint skrifaði Rut Helgadóttir á femin.is 

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

 


mbl.is Ný lög um fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband