Hvað sem gerist,

dragðu þig ekki í hlé frá öðru fólki.

Nýr dagur og ný tækifæri og í dag ætla ég að gleyma áhyggjum því það er besta yngingarmeðalið.

Ég tók mig til og fór að hugsa.  Já hugsa.

Það læddist í huga minn dálítið magn af áhyggjum, af mér og mínum. Örugglega er ég ekki sú eina enda hef ég verið að hlusta á fjölmiðla það er ekki viturlegt því allt gengur út á framtíðarhremmingar fyrir utan hörmungar hvers dags.

Í útvarpinu er varla setning sögð án þess að krepputal-hjal-blaður eigi sér stað.  Ég er ekkert kát með það. 

Því það er alveg sama hvað ég hef miklar áhyggjur ég breyti ekki ástandinu.

Svo ég fór að hugsa um hvað ég hef og hvað ég er glöð með það (Pollýanna er mér ætíð hugleikin):

Ég á falleg og hraust börn, sem ég elska meir en orð fá lýst.

Ég á yndisleg barnabörn sem eru mér óendanlega kær.

Ég á mann sem ég elska og hann elskar mig.

Það er mikið af góðu fólki í lífi mínu, ég kann að meta það.

Ég hef vinnu og ánægð með það.

Ég er hraust og dugleg.

Ég er ánægð og þakklát fyrir að geta verið til staðar fyrir þá sem mér þykir væntum og þá sem þarfnast mín.

Ég er þakklát fyrir þennan fallega dag.

Og ég kann að lifa af þó harðni í ári því ég lærði að ekkert er sjálfgefið snemma á lífsleiðinni.

Og þegar harðnar í dalnum gildir að vinna meira og fara betur með allt sem ég hef í hendi.

Ég ætla glöð út í daginn.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Að hlæja saman hressir best.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband