Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Gott er að eiga góða að.

Mér þykir gott að vita um súpueldhús, það sveltur enginn á meðan.  Fólkið og styrktaraðilar sem vinna á þessum stöðum eiga mikið hrós skilið, ég tek ofan hatt minn í auðmýkt. 

Fleiri staðir mættu fylgja í kjölfarið, og bjóða frían mat, öll getum við lagt lið, með vinnuframlagi eða beinum fjárstuðningi. 

Hjálpum hvort öðru og verum góð hvert við annað.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

 


mbl.is Metaðsókn í ókeypis súpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svolítið undrandi hlessa og bit.

Öll mál af svipuðum toga eru sársaukafull fyrir marga aðila því ótrúlegur fjöldi einstaklinga koma að því með einum eða öðrum hætti, til að mynda fjölskyldur bæði þolenda og gerenda.  Gæti ég gert það efni að löngum pistli en læt vera að sinni.

Ég skil alls ekki hversvegna prestur vill setjast aftur í stólinn, ég skil ekki hversvegna Biskupsstofa þarf tíma til að velta málinu fyrir sér núna/ennþá ef legið hefur fyrir síðan í desember að ekki óskað eftir þjónustu þessa prests.

Fyrir hvern er prestur í sókninni?

Þar fyrir utan trúi ég því að fátt gott leiði af einstaklingi sem ekki er velkominn hvar í sveit sem hann er settur.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.


mbl.is Sóknarnefnd leggst gegn endurkomu Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband