Lífið - tilveran og ég.

Það er gott að vera ég, eftir því sem dagarnir líða þykir mér það betra.  Ég ætla að gera mitt besta til að svo verði áfram.

Ég sinni nú ömmustelpum tveim sem beðið hafa lengi eftir að ég væri laus eina helgi eða svo.  Og komið er að því, þær spilla mér og ég þeim. Reyndar gera þær mig að betri manneskju en sú saga kemur seinna. 

Reykjavíkurbarnabörnin undra sig á því að hér megi rápa. 

Leirurnar hafa mikið aðdráttarafl.  Mikill skítur, klístraðar tær svo þær fara berassaðar á tánum beint í sturtu og bað ( ótrúlega gaman að rápa þar á milli).  Ég ætlaði fyrir margt löngu að æsa mig yfir þessum ferðum í leirurnar en uppgötvaði að ég er með rennandi vatn bæði heitt og kalt.  Þvottavél og þurrkara.  Svo hvað er smá skítur á milli vina, þetta eru hrein óhreinindi hvort eð er.

Njótum þess sem við höfum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

FRááábært viðhorf, svona á þetta að vera.... Ég heyrði eitt sinn flott viðhorf hjá einni ömmu sem sagði: ef ég nenni ekki núna að sinna, njóta og vera með barnabörnunum núna þá get ég ekki ætlast til að þau heimsæki mig á elliheimilið þegar þau verða eldri...

Og þú ert nottlega ekkert smá flott amma ef þú leyfir þeim að skíta sig út...haha það er best

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 25.5.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband