Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ekki veitir af.

Miðað við að kreppan stórkostlega sé komin og búin að hreiðra um sig hérna á landinu fagra er þörf á útsölum.  Ef vara selst ekki á fullu verði þá bara á einhverju.

Ég veit nú reyndar ekki hvort einhver hagnist á útsölum, oft læt ég blekkjast af tilhugsuninni um að vera að græða.  Kannski tapa verslanir að sama skapi minna.

Ég reyndar legg til að hver og einn skoði í fataskápana sína og athugi þarfirnar.

Ég brá mér í búð á dögunum, sveimaði um með snert af kaupæði.  Afgreiðslumaður kom til mín og bauð fram aðstoð sína - eftir smá spjall við manninn komst ég að því að mig vantaði ekki eina einust flík, mig langaði í !!!!!!!!!!!!! 

Engin þörf á neinu bara löngun.  Ég fór tómhent heim og íhugaði þarfirnar.


mbl.is Sumarútsölurnar snemma á ferðinni í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Víkingahátíð og fleira skemmtilegt.

Það er spurning um að finna krem eða önnur ráð við gleymsku, minnistapi, óreiðu hugans og almennum athyglisbresti.

 

Ég sem sé gleymdi að auglýsa hvar hægt er að kaupa framleiðslu gærdagsins. Geri það hér með.

Haugarfakrem og önnur hágæðasmyrsl verða til sölu á víkingahátíðinni í Hafnarfirði.

Það er gott að vera til.

 


Haugarfasmyrslið góða tilbúið.

Allt hefst á endanum, við mæðgurnar Eldey Hrefna, Soffía og ég lukum við að seyða fram haugarfaáburð í gær.

Einstaklega skemmtilegt.  Við fórum að Ölvaldstöðum til hennar Guðrúnar Fjeldsteð og tíndum haugarfa.  Soffía á haugnum. Hér sést Soffía og hluti af hestunum hennar Guðrúnar, þess má geta að hún rekur m.a. reiðskóla.

Nóg að gera.

Hér tínir Soffía haugarfann, blómgun er rétt að byrja.  Nýta má jurtina alla í blóma.  Haugarfasmyrsl er sérstaklega góð við kláða. Notaður gegn alls kyns bólgum, sárum og exemi.

Þegar heim kom verkaði Soffía arfann og setti hann í sólblómaolíu frá Rapunzel (lífrænt).  Svo alls kyns töfrar þar til útkoman var margvísleg.  Við bjugggum líka til krem úr öðrum olíum, kókossmjöri, kókosolíu, vínberjakjarnaolíu ofl.  Notaðar voru ilmkjarnaolíur til að auka lækningamátt kremanna.

Skemmtilegt er frá því að segja að allt sem við notuðum í framleiðsluna eru gæðavörur:

Býflugnavaxið frá Sólheimum í Grímsnesi.

Haugarfinn frá Ölvaldsstöðum.

Sólblómaolía og  olivuolía frá Rapunzel.

Ilmkjarnaolíur og grunnolíur frá Oshadhi.

Kókosafurðirnar frá Urtegarden.

Og síðast en ekki síst erum við mæðgurnar allar þrjár með gæðavottun frá þeim sem öllu ræður.

Eldey Hrefna er átta mánaða í dag, til hamingju með það litla barn.

 

 

 

Hrefna borðar melónu

Að borða melónu!

Hrefna skoðar peningaseðil og borðar nautakjöt

Hrefna lét jurtasmyrsls gerð ekkert trufla sig.

Það er gott að borða.

Amman er nú eiginlega skelfingu lostin.

 

Yndislegur dagur sem við áttum saman - það er þegar upp er staðið lífið sjálft - vera saman - gera saman - njóta þess sem við höfum - núna.

Eigið góðan dag og njótið hans.

 

 


Hvað í raun.....

er einhvers virði?

Ég fyllist stundum depurð án nokkurrar áþreifanlegrar ástæðu.  Hvað er til ráða?

Skynsemin segir mér að fara út að ganga, tala við fólk.  Tala við Guð minn, bara eitthvað annað en sitja í depurðinni. 

Á stundum geri ég eins og vit mitt og skynsemi segir til um. Geng um stræti borgarinnar eða út í víðáttu sveitanna.  Mæli mér mót við menn sem geta lánað mér dómgreind.

Ég tala við Guð minn upphátt og í hljóði, bið um styrk í dagsins önn og þakka fyrir þá gnótt lífsgæða sem hann úthlutaði mér af gæsku sinni.

Oftar en ekki virkar ofangreint en ekki alltaf. Og hvað þá?

Er bara ekki allt í lagi að vera dapur um stund?  Allt líður hjá.

Það er einfalt að gefa ráð - erfitt að fara eftir þeim.

Hvað í raun er einhvers virði?

Fyrir mig er það að vera sátt við mig einfaldlega vegna þess að ég er eina manneskjan sem ég sit uppi með - alltaf.

Þegar ég er döpur um stund eins og núna er ég óendanlega þakklát fyrir að á morgun er nýr dagur. 

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

 


Hungur heimsins ..........

Ég er þakklát fyrir það sem ég á, sérstaklega þegar ég pakksödd með fullan ískap af mat sem eyðileggst oft á tíðum vegna ofgnóttar hér á bæ.

Rakst á þetta:

Hunger in the U.S.

Families in Crisis

 Every day, millions of children in America go to bed hungry.

It is a tragic reality that the United States, one of the richest nations in the world, is also plagued with a poverty-driven hunger crisis. The statistics tell the troubling story. In 2005:

  • 37 million people (12.6%) were in poverty
  • 12.9 million (17.8%) children under the age of 18 were in poverty
  • 20.5 million (11.3%) of people aged 18-64 were in poverty
  • 3.6 million (10.1%) seniors 65 and older were in poverty, an increase from 3.5 million in 20041



 

Poverty is forcing millions of Americans into a hunger crisis. Their hunger emergency is defined by food insecurity, which is the lack of access to sufficient, safe and nutritious food to meet their dietary needs for an active and healthy life.2 Families find themselves buying cheaper and less nutritious food, or cutting entire meals out of their diet, just to make ends meet. Increasing over time, this pattern leads to chronic malnutrition, affecting children and families in profoundly destructive ways.

"[Hunger] weakens families, and prevents our nation from reaching its full potential."3 Hungry children are not able to play and learn like other children, and are therefore less likely to become productive adults. Compromised health can lead to both short- and long-term problems; children and the elderly are particularly vulnerable. Hungry employees are less productive and more likely to make errors, putting their job at risk, which further perpetuates the poverty cycle.

Both the commonplace demands of daily life and unexpected, dramatic events can easily push families below the poverty line. "Families are often forced to make the tradeoff between food and other expenses. Health care is a particular problem. In poor, rural communities families often have no choice but to use the emergency room for routine health care. This is very expensive. Car repairs are another significant and unexpected expense. If the family car needs repair and it is the end of the month, when cash reserves are low, a family will have no choice but to reduce food intake to get the car back on the road in order to go to work."4





 

The Hidden Poor

Food insecurity affects many segments of the American population, including:

 Annually, the America's Second Harvest Network of food banks and food-rescue programs secures and distributes more than two billion pounds of food.

Children: According to the USDA, an estimated 12.4 million children lived in food-insecure households in 2005.5

Seniors: 6% of households with seniors (1.6 million households) were food insecure (low food security and very low food security).5 A study that examined the health and nutritional status of seniors found that food-insecure seniors had significantly lower intakes of vital nutrients in their diets when compared to their food-secure counterparts. In addition, food-insecure seniors were 2.33 times more likely to report fair/poor health status and had higher nutritional risk.6

Working Poor: In 2002, over 4 million non-elderly, low-income families reported using a food pantry in the past 12 months. 7 In 2002, nearly 2 million working parents with children turned to food pantries.7

Rural Poor: 16.6% of all rural households with children are food insecure (low food security and very low food security), an estimated 1 million children.5

Ég veit ekki alveg hvað ég get gert umfram það sem ég legg til hér og þar til hjálpar þeim sem þurfa.

 

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

 


Hægjum á öldruninni !!!!!!!!!!!

Ég rakst á þennan pistil og þótti smart:

Hægjum á öldruninni

Andoxunarefni

Nú geta vísindamenn haldið því fram með sanni að þeir hafi loks fundið æskubrunninn í erfðaefni frumanna, DNA, eftir aldalanga leit. Vísindamenn um að öldrun á við hægfara hnignum sé óhjákvæmilegt eða eðlilegt ástand. Þeir telja að koma megi í veg fyrir öldrun að þessum toga þ.e. langvinir sjúkdómar, hnignun og margþætt niðurbrot á líkamanum með hinum ýmsu vítamínum, bætiefnum í matvælum og að læra að forðast ákveðin efni sem gera líkamanum ekki gott. Eitt mikilvægasta efnið gegn öldun eru andoxunarefni. Þau eru talin gagnleg gegn krabbameini, hjartasjúkdómum, liðagigt og taugasjúkdómum.

Andoxunarefni í vítamínum: E-vítamíni, Beta- karótín og C-vítamíni.

Andoxunarefni í matvælum: Hvítlaukur, spergilkál, tómatar og te.

Forðast: Smjörlíki, mais- og þistilolíur og þurrkuð egg (eggjaduft) sem oft finnst í matvörumMargar rannsóknir sýna að þeir sem taka vítamín slá öldrunarsjúkdómum á frest.

ü      Fólk sem tekur vítamín, einkum C- og E-vítamín, lifir nokkrum árum lengur

ü      Hægt er að endurhæfa ónæmiskerfið, sem gefur sig með aldrinum, með því að taka vítamín. Stundum nægir ein fjölvítamín tafla til þess.

ü      Fórnarlömb hjartasjúkdóma og krabbameins hafa tiltölulega lítið af andoxunarefnum úr fæðu í blóði og vefjum þ.á.m. E-og C-vítamín, Beta-karótín og selen.

ü      B-vítamín skortur getaur hrundið af stað ellihrörnun, slagæðaskemmdum, hjartaskemmdum og sumum tegunda krabbameins.

ü      Lítils háttar krómskortur getur leitt til sykursýki og shjarta- og æðasjúkdóma á miðjum aldri.

Hvað gerist hjá þeim sem neyta andoxunarefna?

ü      50% lægri dánartíðni

ü      13% minni dánartíðni vegna krabbameins

ü      50% fleiri krabbameins sjúklingar lifðu af

ü      50% færri hjartaáföll og heilablóðföll

ü      70% minni líkur á húðkrabbameini

ü      50% minni líkur á smiti (aukið ónæmi)

ü      36% minni líkur á ellidreri

   Gerðar voru ýmsar rannsóknir á virtum sjúkrahúsum í Bandaríkjum þar sem færir læknar og vísindamenn unnu að þessum niðurstöðum.Af náttúrulegum yngingarefnum má nefna Ginko-jurtina og kóensím Q10 sem geta hamlað andlegri afturför og þverrandi orku áður en afleiðingar öldunar segja til sín. Geta má að dauðsföllum fækkaði um 28% hjá körlum sem daglega neyttu Beta-karótíns sem samsvarar einni og hálfri gulrót á dag, og C-vítamíni sem samsvarar tveimur og hálfri appelsínu. Sýnt þykir sannað að ávextir og grænmeti er öflugt gegn elli, hrumleika og sjúkdómum, það sem við borðum frá barnsárum til elliára hefur því djúptæk og varanleg áhrif á hæfileika okkar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi.

Skylduvítamínið er E-vítamín.

Umræðan um áhrif stórra skammta af E-vítamíni er lyginni líkust. Áhrif E-vítamíns:

ü      Hindrar slagæðastíflur/æðakölkun.

ü      Dregur stórlega úr myndun hjartasjúkdóma.

ü      Endurhæfir ónæmiskerfið.

ü      Dregur úr krabbameini.

ü      Dregur úr liðagigt.Seinkar myndun ellidrers.

ü      Dregur úr heila- og blóðöldun.

ü      Verndar heilann gegn hrörnunarsjúkdómum.E-vítamín í matvælum: jurtaolíur, hnetur, fræ, heilkorn og hveitikím.

C-vítamín, besta langlífisvítamínið

Áhrif C-vítamíns á öldun:

ü      Eykur ónæmi fyrir krabbameini.

ü      Ver slagæðar.

ü      Eykur ónæmi.

ü      Snýr öldrunarferlinu við.

ü      Bætir sæði og frjósemi karla.

ü      Vinnur gegn tannholdssjúkdómum.

ü      Hindrar lungnasjúkdóma.

ü      Hindrar ellidrer.

ü      Lækkar of háan blóðþrýsting.

ü      C-vítamín endurnýjar einnig uppurið E-vítamín í líkamanum.

C-vítamín í matvælum:

ávextir og grænmeti, sætar paprikur, melónur (kantalúpur), rauður pipar, papaja, jarðaber, rósakál, sítrusávextir, kíwí, spergilkál og tómatar.

Beta-karótín, alhliða andoxunarefni

Beta-karótín gegnir því sérstaka hlutverki að varðveita starfshæfni fruma. Áhrif þess á öldrun:

ü      Hindrar krabbamein.

ü      Kemur í veg fyrir hjartaáföll.

ü      Kemur í veg fyrir heilablóðfall.

ü      Örvar ónæmiskerfið.

ü      Beta-karótín í matvælum: gulrætur, sætar kartöflur, grasker, apríkósur og spínat.E-vítamín, C-vítamín og Beta-karótín er kallað andoxunar þríeykið.

B-vítamín og áhrif þess á öldrun

Mikilvægar rannsóknir sýna fram á að B12, B6 og fólinsýra eru þeirra mikilvægustu vegna áhrifa þeirra gegn öldun. Áhrif þessara vítamína á öldun er m.a.

ü      Ræður bót á andlegri afturför.

ü      Oft svipar B12-vítamínskortur til “kölkunar”, vitglapa eða alzeimers sjúkdóms.

ü      Rétt magn af fólinsýru í blóði gætu að miklu leiti upprætt tilhneigingu fólks til hjarta- og æðasjúkdóma.

ü      Því minna sem er af fólinsýru í blóði, því líklegra er að slagæðar þrengist og stíflist, samkvæmt rannsóknum Tufts-háskóla.

ü      Fólinsýra getur haft fyrirbyggjandi áhrif og snúið krabbameinsmyndun til baka.

ü      Rannsóknir sýna að skortur á fólinsýru gerir fólk veikara fyrir lungna- vélinda- og brjóstakrabbameini.

ü      Fólinsýra í matvælum: þurrkaðar baunir, spínat, grænkál og sítrusávextir.

Helsta verkun B6- vítamíns á öldrun:

ü      Bætir starfsemi ónæmiskerfisins.

ü      Verndar æðar.

ü      Bætir starfsemi heilans.

B6-vítamín í matvælum: Fiskur, heilkorn,hnetur, soyabaunir, bananar, sætar kartöflur og sveskjur.


 

Króm, aukin atorka og lengra líf

Megintilgangur krómneyslu er að koma í veg fyrir stigvaxandi öldrun vegna of mikils insúlíns í blóði. Í stuttu máli sagt eykur króm virkni insúlíns. Krómþörfin eykst enn meira ef fólk borðar sætindi, sykurinn getur eytt því litla krómi sem fæst úr matnum.

Áhrif króms:

ü      Lækkar kólesteról í blóði.

ü      Styrkir ónæmiskerfið.

ü      Kemur í veg fyrir hjartasjúkdóma.

ü      Eykur hormón gegn öldrun.

ü      Getur komið jafnvægi á blóðsykur.

ü      Aukið orku og verið grennandi.

Króm í matvælum: Ölger, spergilkál, bygg, lifur, humarhalar, rækjur, heilkorn, sveppir og sumar bjórtegundir.

Sínk, að yngja ónæmiskerfið

Bak við bringubeinið er lítill poki sem kallast hóstakirtill og stjórnar starfsemi ónæmiskerfisins frá vöggu til grafar með snilldarlegum hætti. Því miður rýrnar hann og missir kraft með aldrinum en hægt er að koma í veg fyrir þessa hrörnun með sínki.

Áhrif sínks:

ü      Endurnýjar ónæmiskerfið.

ü      Myndar vörn gegn stakeindum.

Sínk í fæðunni: Mest er af sínki í sjávarfangi, einkum skelfiski og ostrum. Í mögru kjöti er þó nokkuð af sínki og í kornmeti, hnetum og fræjum.Önnur ómissandi vítamín eru kalk, D-vítamín, Magnesíum og selen.

Upplýsingar sem gagnast sykursjúkum

Insúlín er hormón sem getur farið úr böndunum og valdið sykursýki. Insúlín er lífsnauðsynlegt hormón í hæfilegum skömmtum en illvígt og getur verið banvænt í stórum skömmtum. Það sem offramleiðsla insúlíns í líkamanum getur valdið er m.a.:

ü      Skemmdar slagæðar.

ü      Eykur neikvætt kólesteról.

ü      Eykur þríglyseríð.

ü      Eykur blóðþrýsting.

ü      Veldur sykursýki.

ü      Örvar krabbameinsvöxt.

Hvernig mögulegt er að fyrirbyggja offramleiðslu insúlíns í líkamanum:

ü      Forðast slæma fitu.

ü      Neyta króms.

ü      Þeir sem eru of þungir ættu að grenna sig.

ü      Neyta E-vítamíns.

ü      Neyta örlítils áfengis.

ü      Krydd gerir gagn.

ü      Forðast stórar máltíðir.

Hugmyndir um mataræði gegn öldrun

ü      Borðið ávexti og grænmeti.

ü      Borðið fisk.

ü      Drekkið te.

ü      Borðið soyabaunamat.

ü      Takmarkið neyslu hitaeininga.

ü      Forðist “röngu” fituna.

ü      Takmarkið kjötneyslu.

ü      Vegið kosti og galla áfengisneyslu.

ü      Takmarkið neyslu sætinda.

ü      Borðið hvítlauk   

 

Svo er spurning hvort ég verð eilíf ef ég fer eftir þessu öllu?

 


Ölvun og læti !!!!! Hvað ?

Svo bregðast nú krosstré sem önnur tré. Það eru fá tré í mínum garði svo ekki eru þessi á mínum vegum.

Nú er ég aldeilis hlessa og bit.  Ég hélt að ólæti og ölvunarakstur tilheyrðu stórreykjavíkursvæðinu. Og ekki orð um það meir.

Svo eru ekki einusinni mánaðarmót! Fussumfussum.  Það er kreppa samkvæmt fjölmiðlum og þá er ekki viðeigandi að drekka út aurana sína.

   Nú er ég viss um að ungir lögreglumenn eru komnir til starfa eða farnir að vinna yfirvinnu, jafnvel fjölgun átt sér stað.  Ég er í það minnsta þakklát fyrir dugnaðinn í lögreglunni hér á svæðinu, mikil breyting hefur orðið til batnaðar, gott mál. 

Halda áfram gott fólk í lögreglu Borgarness, til þess eruð þið, okkur til þjónustu.

 

Svo höfum við það gott í dag án þess að einhver fyllibyttan eða fíkillinn keyri okkur niður.

 

Gangi ykkur allt að sólu.

 

 
mbl.is Erill hjá lögreglunni í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á viktina með þig góða mín ........

Ég er nú aldeilis sammála þessu, þeir sem eru yfir fimmtíu kíló eiga að borga umfram fyrir hvert kíló, umfram  kíló X 5000 kr.

Og farmiðaverð eftir hæð, umfram 155cm hver cm X 5000 kr.

Farmiðaverð miðað við ljótleika,  kvarði frá 1-10 x 5000 kr.

Og ekki má skilja þá gömlu eftir, eftir þrítugt, árafjöldi x 5000 kr.

Mér finnst að karlmenn eigi að borga meir en konur því þeir eru metnir til meiri tekna í þjóðfélaginu.  Tíuþúsund auka fyrir að vera karlmaður.

Ekki má gleyma skóstærðinni, þeir sem eru með stærri fætur en komast í evrópska skó númer 36 eiga að borga meira. Þúsund kall meira fyrir hvert númer virðist sanngjarnt.

Ég reikna fyrir mig:

Kíló - 55x5000=275ooo.-

Hæð - 23x5000=115000.-

Ljótleiki - 5x5000= 25000.-

Aldur - 26x 5000=130000.-

Skóstærð - 6x1000=6000.-

 

Reikni nú hver fyrir sig.

Svo verður að velta fyrir sér hvort ekki er hægt að fá afslátt með einhverjum hætti til að mynda ef:

 þjónustufólkið um borð er eldra en þrítugt?

þjónustufólkið um borð er með litað hár?

þjónustufólkið um borð er leiðinlegt?

þjónustufólkið um borð er geðvont?

Ogsvoframvegisogsvoframvegisogsvoframvegis.

 

Gott að lífið er tóm gleði. Njótum þess.


mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins um allt land - börn kaupa og selja tóbak.

Það skiptir engu máli hvar á landinu við erum -- einstaklingar undir átján ára fá keypt tóbak, hér í Borgarnesi afgreiða ungmenni einnig tóbak. 

Ég innti eftir því á dögunum hvort einn afgreiðslu maðurinn væri nægilega gamall til að selja mér tóbak, stubburinn hélt að aldurinn skipti engu máli.  Nægilegt væri að einhver eldri en átján ára horfði á hann á meðan verknaðurinn væri framinn.

Ég horfði meðal annars.

En hér mega sem sé ungmenni undir átján selja tóbak ef einhver afgreiðslumaður eldri en átján horfir á á meðan.  Skil ekki alveg en hvað með það.

 Núnú ef einhver ætlar að reykja reykir hann hvort sem bannað er að selja honum tóbak eða ekki.  Örlítið erfiðara en samt ekki mikið en atvinnuskapandi fyrir einhverja að hafa öll þessi boð og bönn - sinna verður því hlutverki.

 

 


mbl.is Meirihluti sölustaða í Hafnarfirði selur unglingum tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalfjarðargöng og bilaður bíll

Ég var á leið í Borgarnes í gærkveldi sem er aldeilis ekkert nýtt.  Ógangur var í bílnum mínum ekki alveg að gera sig kúplingin eða gírkassinn eða eitthvað sem ekki sést úr bílstjórasætinu. 

     Ég átti nokkra metra eftir upp úr rörinu þegar ekkert gerðist meir, kúplaði að og af - til og frá.   Stoppaði bílinn, blikkljósin á og reyndi allt sem ég kunni, fór með bænirnar, fiktaði í öllu sem fiktandi var í.

     Humhumhum, setti "Hjálmana " á og hringdi í Gösla minn, hann brást við hinn ljúfasti en hváði þegar ég sagðist vera í villu vandræðum í göngunum: Göngunum af öllum stöðum!!!!!! Ég kem, og svo skellti hann á fallegu konuna sína sem sat og beið hans í grænum bíl.

Ég hélt nú að engu máli skipti hvar ég væri stödd í biluðum bíl. Urr.

Meðan ég beið rifjaðist upp fyrir mér atvik sem átti sér stað fyrir margt löngu í Borgarnesi:

Kunningi okkar einn vænn átti það til að sitja að sumbli hér og þar um þorpið og keyra svo heim þegar hann var orðinn of fullur til að syngja.  Svona gekk þetta um nokkura ára skeið.  Nema svo kom að því að lögreglan tók hann fyrir ölvun við akstur, þótti engum mikið en hann hafði á orði seinna “Þeir hirtu mig á Þorláksmessu„.  Það þótti honum svívirða.

Jæja víkjum aftur að Hvalfjarðargangnabiðinni miklu (25 mín), eftir því sem mínúturnar snigluðust áfram leið mér ver því ég var fyrir öðrum ökutækjum - eftirlitsbifreið með mann innanborðs kom fljótlega, maðurinn snaraði sér út úr bílnum, spurði hvað væri að og bauðst til að draga mig upp úr göngunum, þar sem ég gæti beðið á öruggara svæði eftir honum Gösla mínum. Þessa hjálpsemi kunni ég vel að meta og sagði brosandi " Já takk"

     Eftirlitsmaðurinn lagðist á fjórar fætur fyrir framan bílinn minn, leitaði og fann ekkert til að binda dráttartaugina í. Fátt var til ráða nema bíða eftir manninum úr Borgarnesi sem kom eftir akstur á löglegum hraða að heiman.

     Út úr bílnum skaust Göslarinn beint á hnén fyrir framan græna bílinn með dráttartaug í annari hendi ( í útskotinu úr bílnum hafði hann fest hana í dráttarkrókinn á sínum bíl) skreið um stund hristi sitt fagra höfuð batt dráttartaugina í ............ við hægra framhjólið -hvarf upp í bílinn og af stað lögðum við.

     Stöldruðum við um stund á planinu við göngin spjölluðum um bilunina undir húddinu, þá bilaði rafmagns uppogniðurhalarinn, og rúðuþurrkurnar fóru á full ferð.  Ja hérna sagði Göslarinn “Það virkar þó eitthvað„ og svo hvarf hann á nýjanleik upp í bílinn sinn og heim komumst við heil á húfi.

Það er gott að vera til, njótum þess.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband