Hið daglega blóm fær.....................

BlómablíðaFær hún Helena tengdadóttir mín fyrir að vera til og fyrir að kenna mér að brjóta saman rúmfötin mín.  Gæðin þar eru einföld, setja alltaf koddaverið inní samanbrotið sængurverið og ég þarf aldrei meir að leita af samstæðu á rúmin. Ég elska einfaldleikann.

 

Betra sent en aldrei, mamma kenndi mér reyndar á sínum tíma samabrot fatnaðar og skápaumhirðu.  Ég bý enn að því. 

Sérstaklega hefur það verið vinnuhagræðing í gegnum tíðina að setja boli, skyrtur, blússur og þessháttar tau strax á herðatré.  Þá þarf ég lítið að strauja (eða ekkert) og fer með herðatrén beint inn í skáp.

 

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Góðar tengdadætur hljóta að vera gulls ígíldi, og frábært ráð og ætla að nýta mér það. Var einmitt að anskotans í skápnum sem rúmfötin eru í, var búin að tæta allt í sundur af því að ég fann ég samstætt koddaver og pirraði mig svo á því að þurfa að nota eitthað annað, hef enn ekki hugmynd um hvar blessaða koddaverið er, þetta er að verða eins og með blessaða sokkana, maður endar alltaf með einn af hvoru í körfunni sinni.... Og veistu ég hef reyndar alltaf verið "skápadrusla" ljótt orð sem eg heyrði einhverntímann en haha á þvi miður alveg hrikalega vel við mig....mér tekst bara ómögulega að hafa fínt lengur en einn dag í skápunum mínum... Hafðu það gott í dag mín kæra.

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 25.5.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband