Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
21.8.2008 | 08:29
Víða er mikið að.
Ég tel líklegt að ræningjarnir hafi verið í einverskonar vímu. Í það minnsta á ég erfitt með að hugsa það til enda að menn vakni bláedrú um miðja nótt og ákveði að ræna mann og annan.
Ef umræddir eru í efnum sem rugla heilastarfsemi þeirra þá er ráð að hjálpa - til þess eru velferðarsvið/meðferðarstofnanir/hjálparúrræði.
Ég legg til að allir borgarstjórar sem ekki eru starfandi í dag afþakki launagreiðslur þá myndast fjármagn til að aðstoða þá sem eru í nauð.
Svo má skoða þá staðreynd að ef ekki væru ræningjar/lögbrjótar/........... þá hefðu margir lítið að gera. Nefni lögreglu, lögmenn, fangaverði, meðferðaraðila, lækna, hjúkrunarkonur, sálfræðinga og svo framvegis, og svo framvegis.
Þurfum við ekki að hjálpa þeim til að hjálpa sér sjálf? Byrjum í garðinum heima áður en við hendum okkur um veröld víða í hjálparstarfsemi.
Fer glöð út í daginn þakklát fyrir að þetta var ekki ég.
Leigubílstjóri barinn og rændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2008 | 22:51
Kveikjum á kerti
Sama hvar er og hver er, ég finn til - margir eru sorgmæddir í dag.
Ég viðurkenni fúslega að þarna fórst/slasaðist enginn sem ég kannast við eða þekki - ekki svo ég viti í það minnsta.
En á kerti get ég kveikt og haft sorgmædda með í bænum mínum.
153 létust í flugslysi í Madrid | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2008 | 22:25
Góð vísa aldrei of oft kveðin.
Ég er alltaf jafn heilluð af eftirfarandi og les af og til, sumt finnst mér alltaf eiga jafnvel við, í dag eru nokkur feitletruð:
Heillaráð.
Nokkur heillaráð sem vert er að skoða.
1. Hældu þremur manneskjum á dag.
2. Eigðu hund.
3. Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári.
4. Mundu afmælisdaga.
5. Vertu almennilegur við gengilbeinur.
6. Heilsaðu með þéttu handtaki.
7. Horfðu í augu fólks.
8. Sýndu þakklæti.
9. Vertu kurteis í tali.
10. Lærðu á hljóðfæri.
11. Syngdu í baði.
12. Notaðu silfurhnífapörin.
13. Lærðu að elda góða kjötkássu.
14. Plantaðu blómum á hverju vori.
15. Eigðu vönduð hljómtæki.
16. Vertu fyrri til að heilsa.
17. Lifðu ekki um efni fram.
18. Leggðu meira upp úr húsnæði en bílum.
19. Kauptu góðar bækur þótt þú lesir þær aldrei.
20. Vertu umburðarlyndur gagnvart sjálfum þér og öðrum.
21. Lærðu þrjá brandara sem eru ekki dónalegir.
22. Vertu í burstuðum skóm.
23. Notaðu tannþráð.
24. Drekktu kampavín án nokkurs tilefnis.
25. Biddum um launahækkun þegar þér finnst þú eiga það skilið.
26. Vertu fyrri til að slá frá þér.
27. Skilaðu öllu sem þú færð að láni.
28. Taktu einhvern tíma að þér kennslu.
29. Taktu þátt í námskeiði.
30. Kauptu aldrei hús án arins.
31. Kauptu alltaf af börnum sem eru með hlutaveltu.
32. Eigðu jeppa einhvern tíma á ævinni.
33. Komdu fram við alla eins og þú vilt láta koma fram við þig.
34. Lærðu að þekkja músík Chopins, Mozartz og Beethovens.
35. Gróðursettu tré á afmælinu þínu.
36. Gefðu lítra af blóði árlega.
37. Leitaðu nýrra vina, en sinntu líka þeim gömlu.
38. Varðveittu leyndarmál.
39. Taktu fullt af myndum.
40. Afþakkaðu aldrei heimabakaðar kökur.
41. Geymdu þér ekki að gleðjast.
42. Skrifaðu þakkarbréf jafnóðum.
43. Gefðu aldrei neinn upp á bátin. Kraftaverk gerast daglega.
44. Sýndu kennurum virðingu.
45. Sýndu lögregluþjónum og brunavörðum virðingu.
46. Sýndu varðmönnum virðingu.
47. Eyddu ekki tíma í að læra klækina í faginu. Lærðu fagið sjált í staðin.
48. Hafðu góða stjórn á skapi þínu.
49. Kauptu grænmeti af garðyrkjumönnum sem nota handskrifuð auglýsingaskilti.
50. Skrúfaðu tappann á tannkremstúpuna.
51. Farðu óbeðinn út með ruslið.
52. Varastu sólbruna.
53. Neyttu atkvæðisréttar.
54. Færðu ástvinum óvæntar gjafir.
55. Hættu að kenna öðrum um. Berðu ábyrgð á lífi þínu á öllum sviðum.
56. Segðu aldrei að þú sért í megrun.
57. Gerðu það besta úr neyðarlegum uppákomum.
58. Taktu alltaf í útrétta hönd.
59. Lifðu þannig að börnum þínum detti þú í hug ef sanngirni, umhyggju og heilindi ber á góma.
60. Viðurkenndu mistök.
61. Biddu alltaf einhvern að sjá um póst og dagblöð ef þú ferð úr bænum. Þetta tvennt er það fyrsta sem þjófar hafa til marks.
62. Njóttu fólks, en ekki nota það.
63. Mundu að allar fréttir eru hlutdrægar.
64. Lærðu að framkalla ljósmyndir.
65. Leyfðu fólki að komast fram úr þér ef þú þarft að nema staðar í umfreðinni.
66. Styrktu ferðasjóð námsmanna.
67. Farðu fram á það besta og vertu reiðubúinn að greiða það sem það kostar.
68. Virstu hugrakkur þótt þú sért það ekki. Einginn sér muninn.
69. Blístraðu.
70. Sýndu börnum hlýju eftir að þú hefur tekið í lurginn á þeim.
71. Lærðu að skapa eitthvað fallegt með höndunum.
72. Gefðu líknarfélögum öll föt sem þú hefur ekki notað í þrjú ár.
73. Gleymdu aldrei tímamótum í lífi þínu.
74. Borðaðu sveskjur.
75. Hjólaðu.
76. Veldu þér líknarfélag og veittu því ríkulega af tíma þínum og fé.
77. Líttu ekki á góða heilsu sem sjálfgefinn hlut.
78. Neitaðu aldrei verkefni sem virðist lítt áhugavert án þess að ræða við fólkið. Hafnaðu aldrei tilboði án þess að hafa heyrt frá fyrstu hendi hvað um er að ræða.
79. Láttu eiturlyf eiga sig og sniðgakktu þá sem í þeim eru.
80. Lærðu að dansa.
81. Varastu að láta hæðnisorð falla.
82. Haltu þig frá veitingahúsum þar sem trúbadorar troða upp.
83. Mundu að í viðskiptum og fjölskyldumálum er traust mikilsverðast af öllu.
84. Ekki keppa við náungann.
85. Hvettu aldrei neinn til að fara í lögfræði.
86. Ekki reykja.
87. Festu lítinn krans framan á bílinn þinn um jólin.
88. Jafnvel þó þú sért vel stæður skaltu láta börnin þín sjá um skólagjöldin sín sjálf.
89. Farðu með dagblöð, flöskur og dósir í endurvinnsluna.
90. Fylltu ísmolaformin.
91. Láttu aldrei sjá þig ölvaðan.
92. Kauptu aldrei hlutabréf fyrir meira fé en þú hefur efni á að tapa.
93. Veldu þér lífsförunaut af kostgæfni. Á þessari einu ákvörðun velta 90 hundraðshlutar af hamingju þinni eða vansæld.
94. Leggðu það í vana þinna að reynast vel fólki sem aldrei mun komast að því.
95.Mættu þegar gamlir skólafélagar hittast.
96. Lánaðu aðeins þær bækur sem þér er sama um.
97. Hafðu alltaf eitthvað fallegt fyrir augunum, þó ekki sé nema sóley í glasi.
98. Lærðu að vélrita.
99. Vertu stórhuga, en njóttu samt hins smáa.
100. Vertu ekki aðgerðalaus af þeirri ástæðu að þér þykir framlag þitt lítilsvert. Gerðu það sem þú getur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 14:19
Hringlandaháttur.
Ég er einföld sál með einfaldan smekk.
Hver borgar alla þessa vitleysu?
Ekkert virðist batna/skána/verða betra við tíð mannaskipti.
Heldur dýrara/kostnaðarsamara/vitlausara.
Hver og einn virðist vera að skara eld að sinni köku. Um er að ræða peninga borgarbúa.
Vill einhver vera svo vænn að segja mér eða benda mér hvað vitleysisháttur borgarstjórnar hefur kostað okkur hingað til - og hvað sést fram á.
Fyrir hvern eru öll þassi mannaskipti/breytingar?
Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2008 | 12:27
Heldur sein en .............
Ég er nú alltaf dálítið sein í hugsun, eða stundum, eða einstaka sinnum.
Ég ætlaði að lesa stjörnuspá dagsins til að sjá hvernig mér bæri að haga mér í dag.
Gerði það með sann, hvernig ætti ég svosem að komast gegn um daginn öðruvísi.
Leit þá við á síðunni hans Gunnlaugs stjörnuspekings og fann eftirfarandi grein sem hann birti 9.apríl síðastliðinn:
Hryllingsspá
Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.
Í ofangreindu merki á ég son.
Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.
Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.
Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.
Ég á son og eiginmann í ofangreindu merki.
Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.
Ég á dóttir í ofangreindu merki.
Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.
Ég á son í ofangreindu merki.
Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.
Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.
Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.
Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.
Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.
Ég er vatnsberi.
Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.
Gleður mig. Gaman - gaman - gaman. Ég er fædd 29.janúar 1952.
Njótum dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 20:43
Ég er yndisleg.
Já ég er frábærlega yndisleg, núna eru hjá mér þrjú yfir sig undrandi frönsk ungmenni.
Þau voru á leið í Borgarnes - ég bauð þeim far og síðan heim í kaffi. Þau urðu mjög langleit í framan af undrun. Snaraði á borðið góðgæti af alkunnri íslenskri gestrisni.
Þau eru búin að tjalda í garðinum hjá mér.
Stúlkan er að læra bókasafnsfræði, annar ungi maðurinn er tónlistarmaður og hinn grafískur hönnuður. Þau ætla að vera hér á landi í þrjár vikur, eru á leiðinni norður í land - meðal annars ætla þau að skoða Mývatn.
Þau inntu mig eftir hversvegna ég væri gestrisin ókunnum.
Ég sagði þeim að ég tryði því einlægt að það sem ég gæfi af mér fengi ég aftur í einhverri mynd einhverntíma.
Eftir nokkurn tíma hugsa þau hlýlega til mín, segja frá með gleði vænti ég. Þá fæ ég hlýja strauma yfir Atlandshafið.
Ég kem til með að gleðjast yfir undrunar-og gleðisvip þeirra um aldur og ævi.
Í dag hef ég búið til góðar minningar.
Njótum þess sem við höfum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2008 | 13:37
Notarlegt
Það er notarleg tilhugsun að einhver geti látið fara vel um sig í fallegu umhverfi jafnvel þó borga þurfi hátt verð fyrir. Ég segi hátt verð því ég miða við launin mín öðrum peningum get ég ekki flaggað.
Greinilega dásamlegt -- um mig fer örlítill vottur af öfund sérstaklega yfir garðyrkjumönnunum, ég gæti notað einn eða fleiri hér í Borgarnesinu daglangt eða rúmlega það.
Njótum þess sem við höfum.
Borgaði 61 milljarð fyrir hús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2008 | 22:26
Mikilvæg atriði/velsæmismörk.
|
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2008 | 06:22
Ísland - íslenskt - íslenska.
Ég snéri örlítið upp á mig í gærkveldi - ástkæra ilhýra málið mitt - hvert fórstu? Eða hvert ertu að fara?
Ég og Gösli minn ákváðum að fara út að borða í Vinakaffi hér í bæ. Snurfusuðum okkur smálega settumst upp í bílinn sem kom okkur á réttan stað.
Töldum til skiptis upp á tuttugu svo aðrir gestir staðarins héldu okkur vera í gáfumannasamræðum þegar á staðinn kom. Snarhendis birtist þjónustumaðurinn ----- fjallmyndarlegur ungur maður,hávaxinn með brúnleitan makka sem umlukti sterklegt andlit hans, augun ............
Nóg um útlitið þjónustumannsins, við hjónakornin brostum okkar blíðasta og vildum fá svona og svona og hinsegin." Dú jú spík einglis" ropaði manngarmurinn upp úr sér " Æ dont spík æslandik".
Um mig fór aulahrollur - huxi-huxi-hux. Hum best ég tali móðurmálið mitt þar til einhver kemur sem talar málið. Hum best ég standi upp og fari. Hum og hum og sletti götuenskunni minni fram í geðvonskutón og var eins og herptur handavinnupoki í framan.
Urr hvæs og fnæs. Ég vil gjarnan: fjölmenningu - fjöleitthvað - opið land - gefa öllum tækifæri eða eitthvað annað göfugt og gott. En mikið langar mig til að tala íslensku á Íslandi og að einhver skilji það sem ég hef fram að færa.
Jæja maturinn var góður og á þokkalegu verði þá var tilgangnum náð sem sé borða kvöldmat.
Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að þjónustumaðurinn talaði ensku, ég er slök í kínversku og dóttirin í Reykjavík.
Njótum þess sem við höfum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2008 | 09:27
Yndislegt að lifa og lifa af.
Ég hef gaman af góðum fréttum, vona að drengurinn lifi gæfuríku lífi.
Svo verður mér á stundum hugsað til þeirra sem bjarga okkur hinum úr hremmingum - ég gleymi all oft að vera þakklát ætli sé svo komið með fleiri?
Njótum þessa fína dags.
Ferðamaður lifði af snjóflóð í Argentínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)