Ísland - íslenskt - íslenska.

Ég snéri örlítið upp á mig í gærkveldi - ástkæra ilhýra málið mitt - hvert fórstu? Eða hvert ertu að fara?

Ég og Gösli minn ákváðum að fara út að borða í Vinakaffi hér í bæ. Snurfusuðum okkur smálega settumst upp í bílinn sem kom okkur á réttan stað.

Töldum til skiptis upp á tuttugu svo aðrir gestir staðarins héldu okkur vera í gáfumannasamræðum þegar á staðinn kom. Snarhendis birtist þjónustumaðurinn  ----- fjallmyndarlegur ungur maður,hávaxinn með brúnleitan makka sem umlukti sterklegt andlit hans, augun ............

Nóg um útlitið þjónustumannsins, við hjónakornin brostum okkar blíðasta og vildum fá svona og svona og hinsegin." Dú jú spík einglis" ropaði manngarmurinn upp úr sér " Æ dont spík æslandik".

Um mig fór aulahrollur - huxi-huxi-hux.  Hum best ég tali móðurmálið mitt þar til einhver kemur sem talar málið.   Hum best ég standi upp og fari.   Hum og hum og sletti götuenskunni minni fram í geðvonskutón  og var eins og herptur handavinnupoki í framan.

Urr hvæs og fnæs. Ég vil gjarnan:   fjölmenningu - fjöleitthvað - opið land - gefa öllum tækifæri eða eitthvað annað göfugt og gott. En mikið langar mig til að tala íslensku á Íslandi og að einhver skilji það sem ég hef fram að færa.

Jæja maturinn var góður og á þokkalegu verði þá var tilgangnum náð sem sé borða kvöldmat.

Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að þjónustumaðurinn talaði ensku, ég er slök í kínversku og dóttirin í Reykjavík.

Njótum þess sem við höfum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Svona getur lífið farið með mann.  En það má nú finna ýmislegt jákvætt við svona reynslu líka.  Ísland, eins og önnur lönd í Evrópu og reyndar allstaðar í hinum vestræna heimi, er að verða meira og meira fjölmenningarland og þá getum við ekki vænst þess að nýbúarnir eða farandverkafólkið tali íslensku frá fyrsta degi. 

En við getum og eigum að ætlast til þess að þeir sem setjist að á eyjunni læri bæði málið og beri virðingu fyrir menningu eyjaskjeggja í stað þess að troða framandi menningu sinni upp á "heimaþjóðina"

Ég starfa í miklu fjölmnningarsamfélagi og finnst það meiriháttar skemmtilegt og ekki síst lærdómsríkt.

Dunni, 7.8.2008 kl. 06:40

2 identicon

Eigum við ekki frekar að fara að opna augun fyrir því að það er tóm della að halda upp á þetta lingó, sem fæstir kunna að tala, lesa né skrifa "rétt"?

Bóbó (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 06:43

3 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Sæl og blessuð.

Ég hélt að þú ættir endalausa þolinmæði.....

Annars held ég uppi þínum merkjum hér í Eyjafirði í lífsins öldual

Pétur Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 11:01

4 identicon

Alltaf góð, Hafdís, og ég fastagestur á síðunni þinni.  Ég var alveg að missa mig er ég datt inn í útlitslýsingu þína á þjóninum föngulega...og svo hættir þú bara ... og ég svissaðist yfir í nostalgíukast yfir "herpta handavinnupokanum," ( blóð, sviti, næstum tár og óþolinmæði, 9 ára í kross-saumi.)  Smæla framan í fagra enskumælandi þjóna og sendi þér Hafdís, kveðju og brosandi sunnudags-sólar-bros :)

Ásdís Arnljótsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband