Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hugsunarháttur - orðaval.

Ég hlusta á stundum.

Legg eyrun við hlustir þegar útvarpið er á.

Kreppa-erfiðir tímar-í þessu hræðilega ástandi-í ljósi þess sem gerst hefur.......... blablabla.

Ég trúi því að ég sé það sem ég hugsa.  Ég veit að ekki er hægt að snúa við og breyta sögðum orðum eða gerðum, um leið og andartakinu er sleppt fer það inn í liðna tíð.

Ég vel að hugsa um verkefni ekki vandamál. Ég vil hugsa um þennan fína dag sem ég er vöknuð inn í, ég vel að vera í mínu fínasta pússi, innan sem utan.

Ég vel að hugsa um tímabundið ástand ekki kreppu. Öll él birtir upp um síðir.

Mér finnst betra að hugsa og tala um aðhald og fara betur með fremur en sparnað.

 

Þetta er góður dagur, njótum hans lífsins og hvers annars.


Gefðu aldrei neitt upp á bátinn, kraftaverkin gerast daglega.

Vertu umburðarlyndur gangvart sjálfum þér og öðrum

Njóttu fólks, en ekki nota það

Vertu hugrakkur þótt þú sért það ekki, enginn ser muninn

Lærðu að hlusta tækifærin láta oft lítið fyrir sér fara

 

 ______________________

 

Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúr´um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

Og eftir litla stund ég vel að far´ á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít. 

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þett´ er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

 

 Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

 


Vinur minn.

Falleg blóm

Þegar vinur minn er vansæll leita ég hann uppi, þegar hann er sæll bíð ég eftir honum.

 

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.


Mannleg hamingja.

Dagurinn í dag:

Ef þú sættir þig við takmörk mannlegs vits og lífs, muntu öðlast mannlega hamingju.

Njótu dagsins lífsins og hvers annars.


Draumurinn.

 

“Mig dreymir um veröld þar sem fólk er virt vegna þess hversu vel þeim kemur saman.......fremur en hversu sterka varnarmúra það hefur byggt í kringum sig.„

Úr bókinni My miracle is You, Clint Weyland.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.


Faðmlög.

Faðmlög:

Spara orku, lækka hitareikninginn

Eru auðveld í flutningi

Gera góða daga betri

Gera óbæilega daga bærilega

Vekja samkennd

Hafa jákvæð áhrif löngu eftir að faðmlagi lýkur

 

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.


Faðmlög.

Að faðmast:

Eykur vellíðan

Eyðir einmannakennd

Yfirvinnur ótta

Opnar fyrir innbyrgðar tilfinningar

Eykur sjálfstraust

 

Faðmlög:

Slaka á spennu

Vinna bug á svefnleysi

Halda handleggs-og axlarvöðvum í þjálfun

Auka líkamlega vellíðan

 

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

 


Pappírsþurrkudrottning Íslands .....

Það er að segja ég.

Hef tekið þá ígrunduðu ákvörðun að minnka notkun pappírsþurrkna um helming.  Vinda he...... tuskurnar á nýjan leik.

Segið svo að kreppu/erfiðleika/barlómsútblásturinn hafi ekki áhrif.

Sný mér að pappírsgerð í staðinn, kann að búa til pappír í öllum regnbogans litum. 

Góður dagur, njótum hans og þeirra sem okkur þykir vænt um.


Ánægjulegt.

Eitt fer annað kemur, næg atvinna framundan við síldarsöltun, nægur útflutningur, nægur gjaldeyrir, gott líf gleði og gaman.

Heima hjá mér í þá gömlu góðu voru borðaðar síldarbollur með kartöflum brúnni sósu og sultu. 

Í það minnsta nóg að borða handa heilli þjóð.

Njótum hvers annars - dagsins og lífsins.


mbl.is Á síld innan við Stykkishólm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamálin.

Oft er erfiðara að flýja vandamálin en að takast á við þau.  Að takast á við þau krefst vitsmuna okkar, kjarks og visku.  Að flýja þau gerir okkur einungis taugaveikluð.

 

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband