Heyr-heyr-heyr fyrir kúnnanum.

Á langri æfi hef ég oft farið til hársnyrtis/klippara, einatt þurft að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir að röðin kæmi að mér og er hér ekki að tala um kristlegt korter.

Oft fengið góða þjónustu, oft slæma- klippt allavega öðruvísi en beðið var um.  Oft kvartað og kveinað jafnvel gengið með höfuðfat meðan hárið síkkaði passlega mikið.

Ég hef aldrei bitið neinn eða brotið innréttingar vegna sárrar óánægju með toppstykkið á mér þó svo ég hafi ekki fengið endurgreitt. ( Í laumi tek ég ofan fyrir konunni er þó á móti ofbeldi - ég hvíslskrifa þetta)


mbl.is Óánægður kúnni beit hársnyrtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

(í laumi) þá er fullt af fólki úti sem stundar það að fá þjónustu og kvarta svo undan henni til að reyna að fá hana frítt.... sem sagt svindlað hægri vinstri, svo ég tek (ekki í laumi) að ofan fyrir eigandanum.

ViceRoy, 12.3.2009 kl. 15:22

2 identicon

Æ, búhúhú! "Ég fékk ekki þá þjónsutu sem ég vildi". Fólk gerir sitt besta.

Danni (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 21:23

3 identicon

Sumir viðskiptavinir leika þennan leik og hef ég persónulega oftar en einus sinni upplifað það. Oft er þetta sama fólkið sem fer á milli. Það á ENGINN að sætta sig við að vera beyttur ofbeldi í vinnunni. Og hana nú - ekker hvísl eða laumuspil hér!

Freyja Lárusdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:47

4 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Jú án efa er fólk til sem leikur leiki hér og þar og allstaðar. Og vei þeim sem vont leika. Ég er á móti ofbeldi og tel að allt sé hægt að leysa án þess. En það er líka ofbeldi að gera ekki það sem beðið er um.

EN ÞAÐ Á ENGINN AÐ SÆTTA SIG VIÐ ÓHÆFA ÞJÓNUSTUAÐILA.

Ég hef beðið um að hár mitt sé skert um 1-2 cm en setið uppi með 15 cm styttra hár.

Ég hef beðið um að toppurinn sé styttur við augnabrúnir en setið uppi með knallstuttan topp.

Ég hef stöðvað hársnyrti við að þynna á mér hárið, bað ekki um þjónustuna.

Og svo framvegis...............................

Ég hef kvartað margoft, aldrei beðið um fría klippingu heldur ekki leiðréttingu því erfitt er flestum að klippa sítt!

Nú hin friðsæla leið er að koma ekki aftur á viðkomandi stað og benda öðrum á að forðast staðinn ef þjónustan hefur keyrt um þverbak.

Njótum dagsins öll sömul.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 13.3.2009 kl. 10:55

5 identicon

Þá skiptir maður um stofu ef maður er ekki ángæður, svo einfalt er það!

Harpa (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:21

6 identicon

Velkomin aftur!

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband