Eins um allt land - börn kaupa og selja tóbak.

Það skiptir engu máli hvar á landinu við erum -- einstaklingar undir átján ára fá keypt tóbak, hér í Borgarnesi afgreiða ungmenni einnig tóbak. 

Ég innti eftir því á dögunum hvort einn afgreiðslu maðurinn væri nægilega gamall til að selja mér tóbak, stubburinn hélt að aldurinn skipti engu máli.  Nægilegt væri að einhver eldri en átján ára horfði á hann á meðan verknaðurinn væri framinn.

Ég horfði meðal annars.

En hér mega sem sé ungmenni undir átján selja tóbak ef einhver afgreiðslumaður eldri en átján horfir á á meðan.  Skil ekki alveg en hvað með það.

 Núnú ef einhver ætlar að reykja reykir hann hvort sem bannað er að selja honum tóbak eða ekki.  Örlítið erfiðara en samt ekki mikið en atvinnuskapandi fyrir einhverja að hafa öll þessi boð og bönn - sinna verður því hlutverki.

 

 


mbl.is Meirihluti sölustaða í Hafnarfirði selur unglingum tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband