29.2.2008 | 05:29
Fullur flugmaður!
Jamm og jæja, ég sé engann mun á fullum flugmanni og öðrum fullum stjórnendum farartækja. nema síður sé.
Ekki notarleg tilfinning að vita af einhverjum slompuðum eða timbruðum við stýrið. Rétt að segja mönnum upp, of mikið í húfi.
Skál og syngja flugmenn allir................... er ekki notarlegt stef.
Icelandair mátti segja flugmanni upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 21:35
Ást
Ég er nýbúin að uppgötva ástina. Ekki seinna vænna.
Á sunnudagsmorgun var ég að sýsla í eldhúsinu, kyrrt var úti og inni, friðsæld allstaðar. Þá bárust mér til eyrna hrotur inn úr svefnherbergi. Ég hlustaði um stund, brosti svolitlu kjánabrosi. Ég fylltist hlýju, inní mér hríslaðist sælutilfinning, ég hef og á allt sem ég þarf og mig langar í og það hrýtur!
Ég tók til morgunverð og naut þess að vera til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 11:58
Jæja
Björguðu dreng og fundu lík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008 | 11:55
Ekki dauð
Aldeilis ekki dauð, bráðspræk og skemmtileg að vanda.
Hef skoðanir en tel best að halda þeim fyrir mig um þessar mundir.
Það er gott að vera til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 19:54
Nýtt í dag
Við getum ekki verið samtímis reið og hamingjusöm.
Þetta tvennt er eins og myrkur og birta.
Þegar myrkur reiðinnar heltekur hugann hverfur ljós hamingjunnar.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 13:26
Gleðilega hátíð
Blóm handa öllum sem mér þykir vænt um.
Og þeim sem hafa orðið á vegi mínum í árin bráðum 56.
Og þeim sem þurfa á þeim að halda.
Guð blessi ykkur öll og megi gæfa og gleði elta ykkur á röndum um ókomna tíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2007 | 13:28
Kærleikurinn
Óðurinn um kærleikann
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.
Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.
En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.
Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.
En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn. Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur (Kor.1.1-13)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 07:40
Blóm dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 18:39
Heimurinn og ég
Þess minnist, ég að mér og þessum heimi
kom misjafnlega saman fyrr á dögum.
Og beggja mál var blandað seyrnum keimi,
því báðir vissu margt af annars högum.
Svo henti lítið atvik einu sinni,
sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti:
að ljóshært barn, sem lék í návist minni,
var leitt á brott með voveiflum hætti.
Það hafði veikum veitt mér blessun sína
og von, sem gerði fátækt mína ríka.
Og þetta barn, sem átti ástúð mína,
var einnig heisins barn og vona hans líka.
Og við, sem áður fyrr með grimmt í geði
gerðum hvort öðrum tjón og falli spáðum,
sáum það loks í ljósi þessu sem skeði,
að lífið var á móti okkur báðum.
Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi
né byrjum kala neinn í hjörtum inni,
því ólán mitt er brot af heimsins harmi,
og heimsins ólán býr í þjáning minni.
Steinn Steinar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 07:55
Það sem ég hef lært
Fáein orð sem innihalda svo mikið..............
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda
maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og
um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá
fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft
niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu
dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við
þessum þremur hlutum:
Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar,
komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama
og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska
á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég
yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir
þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir
ekki hvernig þú lætur því líða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)