16.4.2008 | 07:47
Litlaust eigið líf.
Óttalega er lífið orðið innantómt. Skoða og mynda félaga sína á klósetti!
Hvað gengur fólki til? Ef ég vissi svarið þá væri til lausn en veit ekki svar við klósettperravandamálaeinstaklingum....nema láta þá þrífa klósettin með tannbursta.
Sá svoleiðis athöfn fyrir margt löngu í bíó, trúlega hermenn í þjálfun. En man það ekki.
Hef ákveðið að nota ekki almenningssalerni í bráð.
Salernin eru ekki símaheld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2008 | 07:16
Íhugun dagsins.
The only thing I can control is the way I choose to respond.
Þarf fleiri orð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 07:48
Hjartaáfall.
Það munaði minnstu að ég þyrfti að lýsa yfir ótímabæru andláti mínu í gærkveldi.
Fjárhúsið í Stykkishólmi, leikur í körfubolta kostaði mig nærri lífið.
En ég slapp fyrir horn annars væri ég að skrifa að handan núna.
Hjartað í mér var á mesta hraða, 500 slög á mínútu eða svo. Blóðþrýstingurinn heldur í hærra lagi, ég sem hélt í einfeldni minni að ekki væri eins hættulegt að horfa eins og að taka þátt. Mér skjöplaðist eins og svo oft áður. Jæja en hvað með það drengirnir í Snæfell unnu og er ég kát með það.
Áfram Snæfell.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 14:51
ÓN'YTUR þjóðfélagsþegn.
Ég viðurkenni það hér og nú. Handónýt.
Kona sem stutt á eftir í sextugsafmælið og hefur ekkert annað að gera eða enga döngun í að gera eitthvað viturleg, annað en að hanga í tölvu daglangt er ekki metin til margra fiska hvað þá geita.
Búin að skruna yfir helstu bloggfærslur á síðum netsins, skanna það sem hefur náð athygli minni, skamma kettina og rygsuguróbotinn. Rífast í sjálfri mér fyrir leti og ómennsku. Hálfnuð við að gera allt og ekki neitt.
Ef margir eru á sömu nótum og ég þá er ekki að undra að kreppa sé í nánd.
Eðli málsins samkvæmt ætti ég að vera á vinnumarkaðnum og vinna fyrir salti í grautinn minn og þotum fyrir ráðamenn þjóðarinnar.
Fer í að búa til fleiri bloggsíður til að hella úr minni andans ruslafötu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 08:14
Klósettsetan.
Klósettsetan hum og ha.
Réttara sagt lokið á klósett setunni. Því ég sest á klósett setuna þegar ég sest á annað borð á klósett. Ekki þætti mér gott að tilla mínum fagra afturenda á postulínskálina sjálfa, tala nú ekki um að vetrarlagi. Gæti þá verið ísköld greyjið atarna. Hvað þá ef karlmaðurinn sem ég bý með væri nýbúinn að pissa, það vill frussast út um allt því hann pissar standandi að karlmanna sið.
Loka eða skilja eftir opið?
Setja lokið á klósettsetunni niður eða ekki?
Sem fimmtíuogsex ára gömul kona hef ég oftar en ekki látið klósettsetulok stjórna því hvernig mér líður.
Ekkert skemmtilegt að segja frá en svona er nú lífið samt og staðreyndir þess.
Ég hef reynt ýmislegt misgáfulegt eins og rökræður, hótanir, grát, röfl og taut, miða með alskyns ábendingum eða allt sem mér hefur til hugar komið á langri æfi.
Hefur eitthvað dugað?
NEI, alveg dagsatt og það lengist ekkert á mér nefið við þessa yfirlýsingu.
Einu rökin sem hafa dugað um stund, eða dugðu um stund voru á þá lund að allar bakteríurnar sem fylgja úrgangslosun líkamans svifu um baðherbergið og settust að á vænlegum stöðum, líka á tannburstum.
En bara um stund:
Fyrst ég hef lifað öll þessi ár með kúka og piss bakteríur á tannburstanum mínum gera þær mér ekkert mein.
Svo mörg voru þau orð.
Nú, nú.
Á dögunum heyrði ég vitnað í Feng sú fræðin miklu.
Ætíð að setja setuna niður svo auður húsins færi ekki niður! Ég vona að ég fari rétt með.Í það minnsta er er komin skýring á fátækt heimsins ef rétt reynist.
Lík klósettsetuloksumræðum að sinni.
Vá það er gott að vera til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2008 | 19:42
Ódýrt bensín!
Skemmtilegt þetta, ekki hægt að segja annað. Ef bensín er ódýrt núna hvenær verður það dýrt?
Það er sauðslegt að spyrja en stundum velti ég mér upp úr hlutum sem ég get ekki breytt, hugsa málið og kemst að engri niðurstöðu.
Ég mælist til þess að bensín hækki meira, óðaverðbólga leggist enn einu sinni yfir landið. Kaup lækki, fátækrahælum verði komið upp hér og þar um landið. Súpueldhúsum líka. Það eina sem mér finnst að eigi að gæta vel og vendilega að:
Ekkert bitni á ráðamönnum þjóðarinnar, þeir komist áfram í sín heimsferðalög á kostnað þjóðarinnar, aki og eti á kostnað skattborgara og geti haft það áfram betra en við hin það er sauðsvartur almúginn.
Nöldri dagsins lokið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 19:24
Fermingardaman
Ótrúlega flott - fyrsta ömmustelpan Karólína Vilborg Torfadóttir fermdist sextánda mars, einstaklega lík ömmu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 07:04
Failure
FAILURE | ||||
If you have made mistakes, | ||||
even serious ones, | ||||
there is always another chance for you. | ||||
What we call failure | ||||
is not the falling down | ||||
but the staying down. | ||||
- Mary Pickford | ||||
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 13:41
Nornabrækur.
Nornabrækur eru merki vorkomu, í gær þegar ég ók í höfuðstaðinn sá ég að þær héngu virðulegar mislitar af öllum stærðum og gerðum á gaddavírsgirðingum landsmanna. Ég brosti blíðlega með sjálfri mér "Vorboði".
Þegar nær dró birtust mótorhjól af öllum stærðum og gerðum " Vorboði".
Og er ég var kominn á stórhafnarfjarðarsvæðið urðu á vegi mínum fallegar konur með barnavagna, stoltar blíðlegar konur "Vorboði".
Ekkert jafnast á við vorið með öllu sínu - fólkinu - fuglunum- blómunum og lífinu sjálfu í sinni fegurstu mynd. Það er svo gott að vera til.
Njótum dagsins, lífsins, og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 08:01
Vorið er komið
Jæja þá og hana nú. Vorið er komið og grundirnar gróa, grænkar í túni og aftur verður hlýtt og bjart um bæinn.
Ég er núna að hugsa mig um, hugsa um, hugsa. Það hefur reyndar ekki alltaf neitt merkilegt í för með sér þegar ég tek upp á þessum óskunda.
Í raun er bara best að hugsa ekkert og vera hamingjusamur í hugsunarleysinu.
Ég tek hér með þá ákvörðun að vera hamingjusöm í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)