Til móður minnar á mæðradaginn.

Mamma er horfin inn í heim elliglapa, hún fær mínar bestu kveðjur í tilefni dagsins.  Ég hef ekki mikið ort því set ég inn ljóð sem ég fann á netinu móður minni til dýrðar og heiðurs.

 

  Til móður minnar. 

Móðir mín kæra sem svo blíð hefur borið,

birtu á lífið og grætt eins og vorið.

Með ást þinni og hlýju og hljómfagri rödd,

hleypidómslaus nú hér ertu stödd. 

Það sem einkennir framkomu og fegurð þína alla,

er frelsið og trúin á fræ sem að falla.

Svo fúslega gefur og færir þeim yl,

sem finna ekki ljósið eða kunna á því skil. 

Aldur þinn berðu sem blómstrandi rós,

sem brosir til sólar og þarf ekkert hrós.

Verklag þitt móðir og vilja sem þarf,

vonandi fékk ég frá þér í arf. 

Ég leitaði að gjöf, en gefa ei kann

og orð þessi fátækleg aðeins ég fann.

Ég veit að ég mæli líka fyrir minn bróðir,

lánið er okkar, að eiga þig móðir.                                       

Ljóð: Gummi.    

Til móður minnar.

Vanga mínum væra straukst,
vöggu yfir minni.
Andans dyrum upp þú laukst,
okkar styrktir kynni.

Hugur þinn og hjarta vært,
hlýju mér nú færa.
Brosið ljúfa, bllíða, tært,
bezta móðir kæra.

Lífshlaup okkar lykkjótt var,
löng var okkar ganga.
Napur vindur nýsti, skar,
naska ferðalanga.

Geislar Sunnu glampa nú,
gangan verður mýkri.
Okkar vonum, ást og trú,
erum núna ríkri.

Lífið eins og ljúfur blær,
lengur ekki plagar.
Framtíð okkar falleg, vær,
fagrir, langir dagar.

Mínar þakkir móðir kær,
margar átt þú inni.
Ég vona að þú skínir skær,
á skjótri lífsleiðinni.

Ljóð: Árni Einarsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hugljúft.

Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband