Haugarfasmyrslið góða tilbúið.

Allt hefst á endanum, við mæðgurnar Eldey Hrefna, Soffía og ég lukum við að seyða fram haugarfaáburð í gær.

Einstaklega skemmtilegt.  Við fórum að Ölvaldstöðum til hennar Guðrúnar Fjeldsteð og tíndum haugarfa.  Soffía á haugnum. Hér sést Soffía og hluti af hestunum hennar Guðrúnar, þess má geta að hún rekur m.a. reiðskóla.

Nóg að gera.

Hér tínir Soffía haugarfann, blómgun er rétt að byrja.  Nýta má jurtina alla í blóma.  Haugarfasmyrsl er sérstaklega góð við kláða. Notaður gegn alls kyns bólgum, sárum og exemi.

Þegar heim kom verkaði Soffía arfann og setti hann í sólblómaolíu frá Rapunzel (lífrænt).  Svo alls kyns töfrar þar til útkoman var margvísleg.  Við bjugggum líka til krem úr öðrum olíum, kókossmjöri, kókosolíu, vínberjakjarnaolíu ofl.  Notaðar voru ilmkjarnaolíur til að auka lækningamátt kremanna.

Skemmtilegt er frá því að segja að allt sem við notuðum í framleiðsluna eru gæðavörur:

Býflugnavaxið frá Sólheimum í Grímsnesi.

Haugarfinn frá Ölvaldsstöðum.

Sólblómaolía og  olivuolía frá Rapunzel.

Ilmkjarnaolíur og grunnolíur frá Oshadhi.

Kókosafurðirnar frá Urtegarden.

Og síðast en ekki síst erum við mæðgurnar allar þrjár með gæðavottun frá þeim sem öllu ræður.

Eldey Hrefna er átta mánaða í dag, til hamingju með það litla barn.

 

 

 

Hrefna borðar melónu

Að borða melónu!

Hrefna skoðar peningaseðil og borðar nautakjöt

Hrefna lét jurtasmyrsls gerð ekkert trufla sig.

Það er gott að borða.

Amman er nú eiginlega skelfingu lostin.

 

Yndislegur dagur sem við áttum saman - það er þegar upp er staðið lífið sjálft - vera saman - gera saman - njóta þess sem við höfum - núna.

Eigið góðan dag og njótið hans.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband