Hef fulla trú á að Jóhanna framkvæmi.

Ég hef löngum haft trú á Jóhönnu Sigurðardóttur, trúað því og treyst að hún geri allt sem í hennar valdi stendur til að bæta kjör þeirra sem þess þurfa.

Það er seigla í henni og seigla kemur mörgu áleiðis.  Þörf er á þjónustufulltrúum víðar en hjá fólki með banvæna sjúkdóma það er mín reynsla af svo mörgu í samfélaginu.

Við systkynin hefðum þegið með þökkum einn þjónustufulltrúa eða svo þegar mamma smátt og smátt datt út úr heiminum sökum heilabilunar.

Örlítið hefur fyrnt yfir ferlið allt en þvílík þrautarganga, við vorum send hingað og þangað út um alla borg, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.

En það góða er, hún stödd í dag á lokaðri deild fyrir heilabilaða, já það er lokaáfangastaður hennar.

Svo verða þessir væntanlegu þjónustufulltrúar að hafa eitthvað vald.  Annars verða þeir vænir blýantsnagarar, ég hef þá trú að ekki þurfi að fjölga þeim.


mbl.is Athugar stöðu fólks með banvæna sjúkdóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband