Vendi mínu kvæði í kross.

 

Húsið og garðurinn


Ég er ekki mikil húsmóðir og ekki heldur mikill garðyrkjumaður þrátt fyrir að eiga bæði stórt hús og stóran garð.  En það kemur fyrir að ég tek til hendinni aldrei báðum og geri sitthvað sem þarf, þá koma ilmkjarnaolíur sér vel eins og allstaðar annarsstaðar. Tounge
 
Ilmkjarnaolíur settar í ilmdreifara hjálpa til við að eyða lykt auk þess sem þær eru bakteríu- og sveppaeyðandi einnig góðar í baráttunni við vírusa sem sveima óboðnir um.  

Þegar um herbergisilm er að ræða er gott að nota ilmjarnaolíur með ilmi sem heillar þig eða þann sem á herbergið þar sem úðinn er notaður.    

Góðar ilmkjarnaolíur í baráttunni við slæma lykt að einhverjum toga:
Lemon, Clary Sage, Geranium, Bergamot, Lavender, Grapefruit og Lime.  Aðrar ilmolíur eru lyktarsterkari eins og Clove bud og Cinnamon.

Gott er að hafa í huga að allar ilmkjarnaolíur eru bakteríueyðandi, sveppaeyðandi, veirueyðandi og sótthreinsandi upp að vissu marki auk þess að vera lykteyðandi gefa þær frá sér góðan ilm. 
 

Garðplöntu úði

 

40 d Lemongrass
40 d Lavender
10 d Rosemary
10 d Geranium

120 ml vatn

Blandið öllu vel saman og setjið í úðabrúsa. Hrista vel fyrir hverja notkun.  Úðið á plönturnar eftir þörfum. Annan eða þriðja hvern dag er nokkuð gott.

Allt svo ilmandi gott og glöð geng ég inn í daginn.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.



 

 










« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband