Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
14.11.2007 | 07:40
Blóm dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 18:39
Heimurinn og ég
Þess minnist, ég að mér og þessum heimi
kom misjafnlega saman fyrr á dögum.
Og beggja mál var blandað seyrnum keimi,
því báðir vissu margt af annars högum.
Svo henti lítið atvik einu sinni,
sem okkur, þessa gömlu fjandmenn sætti:
að ljóshært barn, sem lék í návist minni,
var leitt á brott með voveiflum hætti.
Það hafði veikum veitt mér blessun sína
og von, sem gerði fátækt mína ríka.
Og þetta barn, sem átti ástúð mína,
var einnig heisins barn og vona hans líka.
Og við, sem áður fyrr með grimmt í geði
gerðum hvort öðrum tjón og falli spáðum,
sáum það loks í ljósi þessu sem skeði,
að lífið var á móti okkur báðum.
Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi
né byrjum kala neinn í hjörtum inni,
því ólán mitt er brot af heimsins harmi,
og heimsins ólán býr í þjáning minni.
Steinn Steinar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 07:55
Það sem ég hef lært
Fáein orð sem innihalda svo mikið..............
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda
maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og
um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá
fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft
niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu
dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við
þessum þremur hlutum:
Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar,
komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama
og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska
á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég
yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir
þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir
ekki hvernig þú lætur því líða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 20:26
Leiðin okkar allra
Leiðin okkar allra.
Ég ætla mér út að Kalda
örlögin valda því.
Mörgum á ég greiða að gjalda
það er gömul saga og ný.
Guð einn veit
hvert leið mín liggur
líf mitt svo flókið er
oft ég er í hjarta hryggur
en ég harka samt af mér.
Eitt lítið knús, elsku mamma
áður en ég fer.
Nú er ég komin til að kveðja.
Ég kem aldrei aftur hér.
En mánaljósið fegrar fjöllin
ég feta veginn minn.
Dyrnar opnast draumahöllin
og dregur mig þar inn.
Ég þakkir sendi, sendi öllum
þetta er kveðjan mín.
Ég mun ganga á þessum vegi
uns lífsins dagur dvín.
Hjálmar( vonandi rétt eftir haft)
Bloggar | Breytt 12.11.2007 kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 17:53
Móðir
ÞÚ ERT LÍKLEGA MÓÐIR
...ef þú felur þig inni á baðherbergi til að geta verið ein smástund.
...ef þú hefur verið í trimmgalla alla helgina.
...ef fæturnir á þér festast í klístrinu á eldhúsgólfinu
...og þér er alveg sama.
...ef það er líklegra að þú verðir fyrir eldingu en að þú fáir ótruflaðan 8 tíma svefn.
...ef þú hefur aðeins tíma til að raka annan fótlegginn í einu.
...ef þín skilgreining á góðum degi er að halda fötunum frá sulli og óhreinindum.
...ef þú þværð barninu í framan með munnvatnsbleyttum þumalfingrinum.
...ef þú gerir ósjálfrátt tvöfaldan hnút á allt sem þú hnýtir.
...ef þér finnst góð lyktin af soðnum gulrótum með eplamauki.
...ef þú ert farin að kaupa morgunkorn með sykurpúðum.
...ef þér tekst að setja ólíkar tegundir matvæla á disk, án þess að nokkrar þeirra snertist.
...ef þú vonar að tómatsósa sé grænmeti, af því að það er það eina sem barnið borðar.
...ef þú byrjar alltaf á að skera matinn þinn í litla bita og leyfir öðrum að borða af disknum þínum.
...ef þú segir setningar eins og:
"ekki setja pastað í nefið á þér...!""
...ef þú telur skrautsykursmolana á hverjum kökubita svo allir fái jafnt.
...ef þú velur veitingastaði eftir gæðum barnamatseðilsins og dótinu sem fylgir með.
...ef þú ferð á fætur kl 5:30 á hverjum degi, hefur ekki tíma til að borða (hvað þá að drekka eða fara á klósettið) og samt tekst þér að þyngjast um 5 kíló!
...ef símtölin þín eru sífellt slitin í sundur af setningum eins og:
"Ekki skrifa á vegginn!"
"Ekki nota köttinn fyrir fjall!"
"Nei, skrifborðið á ekki að vera í sófanum!"
"Hættu að toga í hárið á systur þinni"
"Bíddu aðeins á meðan ég næ í þráðlausa símann, ég þarf að skipta á barninu/gefa barninu að borða/ finna barnið!!"
...ef þú nærð að hlaupa í gegnum alla íbúðina (og um leið setja barnið í stólinn sinn, hoppa yfir tvö öryggishlið, velta þremur taukörfum, hrasa um leikfang, hundinn og bolta á ganginum) og svara símanum áður en kviknar á símsvaranum. Um leið hefur þú öðlast réttindi til þáttöku í fjölþraut og átt góða möguleika á að vinna gullið!
..ef þú hefur litlar áhyggjur af bauki og bramli, en fyllist skelfingu ef allt er hljótt.
...ef þú heyrir rödd móður þinnar þegar þú segir: "Nei, ekki þegar þú ert í sparifötunum!"
...ef þú ert hætt að gagnrýna uppeldi móður þinnar á þér og syskinum þínum.
...ef þú ert farin að raula Disney-lög yfir uppvaskinu.
...ef þú færð barnapíu til að komast loksins út með manninum þínum og eyðir svo hálfu kvöldinu í að athuga hvernig gengur heima.
...ef þú segir á hverjum degi: "Ég er ekki rétta manneskjan í þetta starf" en myndir samt ekki vilja skipta um hlutverk við nokkurn annan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 15:14
Konan
Konan sem kyndir ofninn minn
Ég finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
Ég veit að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,
þó sé hún dauða þreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð -
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð.
Ég veit að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá,
sem mesta mildi á. -
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.
Davíð Stefánsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 06:09
Börnin
Foreldrar og börn.
Að verða foreldri breytir öllu í lífi þínu. Foreldrahlutverkið breytist líka með hverju barni. Hér eru nokkur dæmi um hver breytingin verður frá fyrsta til þriðja barns.
Föt
1.barn: Þú ferð í óléttufötin um leið og þú ert búin að pissa á pinnann og fá tvö strik.
2.barn: Þú ert í þínum venjulegu fötum eins lengi og þú mögulega getur.
3.barn: Óléttufötin eru þín venjulegu föt.
Undirbúningur fyrir fæðingu
1.barn: Þú gerir öndunaræfingar, mjög samviskusamlega.
2.barn: Þú nennir ekki að æfa, vegna þess að þú mannst að síðast gerðu öndunaræfingarnar ekkert gagn.
3.barn: Þú pantar mænudeyfingu strax á 8. Mánuði.
Barnafötin
1.barn: Þú þværð öll litlu sætu fötin, straujar og brýtur saman og raðar í kommóðuna.
2.barn: Þú rennir í gegnum fatabunkann, hendir því sem er mjög blettótt og þværð restina.
3.barn: Strákar geta alveg verið í bleiku, er það ekki ?
Áhyggjur
1.barn: Við fyrsta kjökur eða tíst sem heyrist úr vöggunni, rýkurðu til og tekur barnið upp.
2.barn: Þú tekur barnið upp, svo það veki ekki eldra barnið með vælinu.
3.barn: Þú kennir þriðja barninu að trekkja sjálft upp óróann yfir vöggunni.
Snuðið dettur í gólfið
1.barn: Þú tekur það upp og notar ekki aftur fyrr en þú ert búin að sjóða það rækilega.
2.barn: Þú skolar það undir næsta krana, eða bara með svolitlum ávaxtasafa úr glasi barnsins.
3.barn: Þú þurrkar það mesta af því í bolinn þinn og stingur því aftur upp í barnið.
Bleyjur
1.barn: Þú skiptir um bleyju á klukkutíma fresti, hvort sem þess er þörf eða ekki.
2.barn: Þú skiptir á 2-3 klst. fresti, ef þess þarf.
3.barn: Þú reynir að vera búin að skipta um bleyju, áður en aðrir fara að kvarta undan lyktinni, eða bleyjan dettur niður fyrir hné á barninu.
Afþreying
1.barn: Þú ferð með barnið í ungbarnasund, ungbarnanudd og barnaleikfimi.
2.barn: Þú ferð með barnið í ungbarnasund.
3.barn: Þú ferð með barnið í Kringluna og Smáralind.
Pössun
1.barn: Í fyrsta skipti sem þú ferð út, þá hringirðu heim, 5 sinnum.
2.barn: Þú rétt mannst eftir að skilja eftir númer, sem hægt er að ná í þig.
3.barn: Þú segir barnfóstrunni að hringja bara ef það sést blóð.
Heima
1.barn: Þú eyðir góðum hluta dagsins í að stara á barnið.
2.barn: Þú eyðir góðum hluta dagsins í að stara á eldra barnið svo það klípi ekki eða poti í augun á nýja barninu.
3.barn: Þú eyðir góðum hluta dagsins í að fela þig fyrir börnunum.
Tekið saman af þriðja barni sem spyr enn: "Hvar eru barnamyndirnar af mér eiginlega ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007 | 08:11
Mannrækt
Hvað er langt síðan þú:
Skiptir um skoðun í mikilvægu máli?
Prófaðir nýja tómstundariðju?
Fórst á námskeið á nýju sviði?
Tókst þátt í íþrótt eða leik?
Notaðir stundarfjórðung, eða meira, í að sinna líkama þínum, tilfinningum eða skynjun?
Kynntir þér nýtt tungumál eða menningu?
Hlustaðir í stundarfjórðung, eða lengur, á skoðanir sem þú varst ósammála um, trúarbrögð, stjórnmál, einkamál eða atvinnumál?
Bragðaðir nýjan rétt, fannst nýjan ilm, hlustaðir á nýtt hljóð?
Lést eftir þér að gráta eða segja mér þykir vænt um þig eða reka upp öskur eða viðurkenna að þú værir hrædd(ur)?
Horfðir á sólina (tunglið) setjast eða fugl svífa á vængjum eða blóm springa út í sólskini?
Ferðast til staðar sem þú hafðir ekki komið á áður?
Eignast nýjan vin eða leggja rækt við gamla vináttu?
Fórst í ¨hugarferð¨(sjónsköpun) - gafst ímyndunaraflinu lausan tauminn í tíu mín. eða lengur?
Gerðir eitthvað sem þig langaði til í það skiptið án þess að hugsa um afleiðingarnar?
Dokaðir við til að hlustaá hvað var að gerast innra með þér?
Lést ósjálfrátt í ljós tilfinningu- reiði, fögnuð, ótta, dapurleika, væntumþykju án þess að hugsa um það?
Gerðir það sem þig langaði til í stað þess sem þér fannst þér beraað gera?
Lést eftir þér að eyða tíma eða peningum í stað þess að spara til morgundagsins?
Keyptir upp úr þurru eitthvað sem þig langaði í?
Gerðir eitthvað sem enginn (ekki einu sinni þú) áttir von á?
Robert E. Alberti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 07:34
Allt sem ég gæti verið ......
Ég vildi að ég væri
Ljóð: Davíð Stefánsson
ég vildi, að ég væri
vín á þinni skál,
gneisti á þínum glæðum,
garn á þinni nál,
skeið þín eða skæri,
skipið sem þig ber,
gras við götu þína,
gull á fingri þér,
bók á borði þínu,
band á þínum kjól,
sæng þín eða svæfill,
sessa á þínum skól,
ár af ævi þinni,
eitt þitt leyndarmál,
blóm á brjósti þínu,
bæn á þinni sál.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 09:43
Ég vildi að ég væri.................
Bleikt tungl... eftir Steinar Steinunnarson.
Ég er norður, ég er austur
Ég er veikur, ég er hraustur
Ég er sandur, ég er mold
Ég er andi, ég er hold.
Ég er kona, ég er maður
Ég er rökvís, ég er blaður
Ég er sæll, ég er sár
Ég er bros, ég er tár.
Ég er stríð, ég er friður
Ég er upp, ég er niður
Ég er lag, ég er ljóð
Ég er piltur, ég er fljóð.
Ég er Grettir, ég er Glámur
Ég er skrækur, ég er rámur
Ég er tröll, ég er álfur
Ég er heill, ég er hálfur.
Ég er suður, ég er vestur
Ég er boðflenna, ég er gestur
Ég er faðir, ég er móðir
Ég er systir, ég er bróðir.
Ég er grugg, ég er tær
Ég er stormur, ég er blær
Ég er sorg, ég er hlátur
Ég er gleði, ég er grátur.
Ég er fávís, ég er fróður
Ég er eyðing, ég er gróður
Ég er rýr, ég er feitur
Ég er kaldur, ég er heitur.
Ég er nískur, ég er gjöfull
Ég er engill, ég er djöfull
Ég er máni, ég er sunna
Ég er munkur, ég er nunna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)