Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
26.10.2007 | 06:44
Stjörnuspá
Ofboðslega þykja mér stjörnuspár frábærar og birti hér spá vatnsberans fyrir daginn í dag:
Litlar lexíur hafa áhrif á persónuleika þinn. Þú ert ennþá þú, bara vitrari og ákveðnari. Í kvöld er fullkominn tími til að hitta fólkið sem þú hefur heyrt svo mikið um.
Núna get ég velt fyrir mér ýmsu:
Lexía er væntanlega eitthvað sem tengist orðræðu og ég á að læra af, litlar tákna líklega ekki mörg orð og afar spennandi að hlusta eftir í deginum hvað hefur áhrif á persónuleika minn.
Þú ert ennþá þú, bara vitrari og ákveðnari
Ég er glöð með að fá áfram að vera ég það er nógu flókið hvað þá einhver annar. Vitur og ákveðin snjallt.
Kvöldið er frátekið fyrir manninn sem ég elska, vona að enginn skipti sér af okkur, fjölskylda og vinir eru það fólk sem ég elska að heyra mikið um og í.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 07:41
Íhugun
til er aðeins eitt gott, þekking, og eitt illt, fáfræði
Þegar ég rekst á svona gullkorn verð ég örlítið klumsa. Enn einu sinni velti ég fyrir mér: við hvað er miðað og hvernig er mælt?
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 15:11
Prufa meira
Hamingjusama fagra ég.
Ákvað að taka mark á kaupmönnum þetta árið og vera með tímanlega í jólastússinu.
Fór í Blómaval um helgina þar voru jólaskreytingar af öllum stærðum og gerðum, var ekkert að tvístíga í kringum dýrðina og keypti nýtt jólaskraut bæði fyrir Kveldúlfsgötuna og Skógarásinn.
Hef því verið afar upptekin við að skreyta út úr dyrum allt orðið spikk og span, tók smá skúringarsveiflu á gangstéttunum fyrir framan húsin eins og mamma og aðrar fyrirmyndarhúsmæður gerðu þegar ég var að alast upp í Reykjavíkinni á síðustu öld.
Búin að liggja á fjórum fótum við að extra alla þröskulda, þrífa bakvið undir og ofaná öllu innanhúss og utan, mér gekk reyndar heldur illa með þakrennurnar í ár en slapp með fá beinbrot. Enda geta ekki komið jól nema allt sé skínandi hreint.
Með kúlu á enninu því ég sofnaði á klósettinu og höfuðið rakst í vaskinn en allt er hreint.
Búin að kaupa allar jólagjafir, pakka inn og skreyta, konfektið lekkert í skálum smekklega uppstilltum hér og þar um húsið. Ákvað í ár að hafa konfektskálar á náttborðunum okkar Gösla, gefur svefnherberginu óvenju jólalegan blæ. Og skálarnar í stíl við jólasveinarúmfötin og mistilteinagardínurnar nýju. Er ekkert að segja frá því hér hvar ég fékk svefnherbergisjólaskreytingarnar því ég vil sitja ein að þessari einmuna smekklegu snilldar hönnun sem þar er.
Unaðslega elegant og lekkert.
Ég hef verið að senda póst á alla fjölmiðla landsins, það vantar jólalögin í útvarp og sjónvarp eitthvað eru þeir tregir þar en vonandi er þetta afléttilegur kvilli hjá þeim.
Auðvitað er ég búin að baka mínar átján smákökusortir rúllutertur lagkökur og hnallþórur ég þarf nú varla að nefna það.
Búin að panta jólahlaðborð allstaðar sem þau eru í boði alla daga aðventunnar, og kaupa föt sem hæfir tækifærunum á okkur bæði, nema aðfangadagsdressið það er í hönnun út í hinum stóra heimi.
Skrifa þetta úr bílskúrnum því ekki má snerta á neinu innanhús svo ekkert haggist í skreytingunum.
Meira seinna um jóla undirbúning og stúss.
Ég get greinilega ýmislegt, hopp og hí og trall la la.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 15:09
Og svo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 14:46
Og jæja
Ágreiningur
Í sjálfu sér er ekkert skrýtið þó að við séum ekki sammála um alla hluti. Skilningur okkar og viðhorf eru mismunandi og mat okkar á mönnum og málefnum getur verið á ýmsa vegu. Flest erum við þó sammála um að óþarfa þrætugirni og sundurlyndi eru samskiptatengsl sem eru þreytandi og neigjörn.
Alls kyns aðstæður og framkvæmdir geta verið hvati að sundrung og ósætti manna á milli. Ef við viljum örva góð og gegn samskipti verðum við að temja okkur umburðarlyndi og málamiðlanir gagnvart hvert öðru frekar en dómhörku og árekstra. Við verðum jafnframt að temja okkur að hlusta og ígrunda vel sjónarmið hvert annars, sérstaklega ef við viljum komast hjá ágreiningi og ósamlyndi.
Misþokki og deilur eru hvimleið og hefta þægileg og ánægjuleg samskipti. Smá karp gerir lítið ógagn en illskeyttar þrætur og vanvirðandi þref veikir mátt mannúðlegra og mildra samskipta og eru því ekki ákjósanleg. Við eigun ekki að vera tvídræg og ósamþykk af engu tilefni af því að það virkar leiðinlega og neirænt á þá sem fyrir verða.
Best er að við reynum að forðast ágreining og sundurlyndi. Temjum okkur frekar áhuga og alúð ef við stöndum frammi fyrir því að þurfa að karpa um menn og málefni. Við sem unnum friðkærum samskiptum höfum reynt að temja okkur að bregðast jálægt við því sem okkur þykir lítils virði og lítt spennandi. Við erum hreinskilin og opnum umræðuna um ágreiningsefnin frekar en að þrefa um þau og skapa þannig óeiningu og leiðindi. Við viljum all vinna til þess að sem flest samskipti okkar við aðra séu drengræn og réttlát.
Við forðumst misþokka og ágreiningsefni. Komi þau upp reynum við á jágjarnan og hyggilegan hátt að velta upp ýmsum hliðum mála í von um viturlegar niðurstöður og viðunandi samkomulag.
Það er enginn hagur í því að vera ósanngjarn og óvarkár gagnvart því sem er öðruvísi en við vildum. Þannig aðstæður og atburðarás bjóða upp á ósamlyndi og ágreining. Við verðum því að vera vel vakandi gagnvart öllu því sem ögrar og egnir aðra gegn okkur.
Við sem erum friðkær og glögg á aðalatriði lífsins, auk þess að vera sáttvís og sanngjörn, eigum sjaldan í langvinnum deilum við þá sem eiga samneyti við okkur. Við höfnum öllum óþarfa ágreiningi og ósætti en leggjum frekar áherslu á gildi þess að ræða málin í bróðerni. Við kjósum að gera slíkt án þess að grípa til sundurlyndis og þrefs.
Óeindrægni og ósamlyndi tengjast neikærum og svartsömum samskiptum. Það skiptir auðvitað máli að vinna bug á þeim þrætuefnum sem geta komið sér illa fyrir okkur. Ágætt er að við séum á verði gagnvart ómaklegum deiluefnum. Hyggilegt er að við reynum frekar að uppræta þau en efla. Við ættum að hafna ómaklegum deilum og þrefi en efla frekar þau samskipti sem eru jákær og friðræn og laus við óþarfa sundurþykkju og ágreining.
Jóna Rúna Kvaran
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 10:50
Betra seint en aldrei
Þolanlega kát í dag.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 07:30
Einn dag í einu
Allt fyrir lífið sjálft.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)