Brjóstgjafavika.

Þetta er nú spennandi fyrir allar konur. Kíkið á síðuna: www.brjostgjafavika.org

 

"Alþjóðlega brjóstagjafavikan verður haldin hátíðleg á Íslandi dagana 6.- 12.október 2008. Til þess að minna á mikilvægi brjóstagjafar verða ýmsar uppákomur alla vikuna.

Þemað í ár er stuðningur. Stuðningur við mjólkandi móður er mikilvægur frá upphafi til enda brjóstagjafar.

Í anda Ólympíuleikanna köllum við eftir stuðningi við konur til þess að þær geti haft börn sín á brjósti. Íþróttamenn þurfa stuðning og hvatningu frá umhverfi sínu til þess að ná árangri og því er eins farið með mæður með börn á brjósti.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælir með því að brjóstamjólk sé eina fæðan til sex mánaða og síðan með annarri fæðu til tveggja ára eða lengur.

Þegar mæður með börn á brjósti fá nægan stuðning græða allir í samfélaginu. Börnin græða á því að fá bestu fæðu sem völ er á, sérhannaða til þess að tryggja heilbrigðan vöxt og þroska barnsins. Ávinningur fyrir móður er einnig mikill. Brjóstagjöf dregur meðal annars úr streitu, minnkar líkur á fæðingarþunglyndi, styrkir tengslamyndun við barnið og dregur úr líkum á brjóstakrabbameini. Stórfjölskyldan græðir á því að hafa ánægðara og glaðbeittara barn í kringum sig og vinnuveitendur græða á því að fjarvistir frá vinnu vegna veikinda eru færri, heilbrigðiskerfið græðir af því að brjóstabörn þurfa síður að leggjast inn á spítala. Samfélagið í heild græðir á því að styðja við mæður með barn á brjósti.

Viðburðir vikunnar minna okkur á mikilvægi brjóstagjafar og mikilvægi stuðnings við brjóstagjöf. Hver og einn gegnir mikilvægu hlutverki með því að sýna mjólkandi mæðrum stuðning.

Með kærri brjóstagjafakveðju,
Skipuleggjendur"

Njótum þess sem við höfum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Styð þetta verkefni alveg í botn...tala af reynslu......

Svanhildur Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband