Gösli-ég og stjörnumerkin.

Þessar dásamlegu upplýsingar sótti ég á www.stjornuspeki.is

Endalaus fróðleikur þar. 

 

Krabbi og Vatnsberi

Málamiðlanir

Krabbi og Vatnsberi eru ólík og samband þeirra mótast af togstreitu og málamiðlunum. En þó að þau séu ólík, þá eru þau bæði föst fyrir og hætta því ekki svo auðveldlega saman, ef þau á annað borð hafa myndað samband.

Hugur og tilfinningar
Það sem er helst ólíkt er að Krabbinn er tilfinningamaður sem hefur tilhneigingu til að horfa afturábak, en Vatnsberinn er hugmyndamaður sem horfir til framtíðar. Hér mætast sem sagt fortíð og framtíð, í margs konar skilningi.

Gamalt eða nýtt hús
Framangreint getur til dæmis haft áhrif á það í hvers konar húsi þau vilja búa. Krabbinn hrífst oft af því sem er gamalt og hlýlegt en Vatnsberinn er frumlegur og nýjungagjarn, og sækir í það sem er óvenjulegt, nýtt og frumlegt. Krabbinn hefur oft áhuga á gömlum húsum með sál en Vatnsberinn á nýjum og tæknivæddum húsum.

Heit og köld
Hvað varðar sambandið á persónulegum nótum þá má búast við töluverðum sveiflum. Tímabil þar sem kuldi og afskiptaleysi er ríkjandi og síðan tímabil þar sem hiti og innileiki ræður ríkjum. Krabbi og Vatnsberi eru það ólík að þau ná ekki alltaf að skilja hvort annað og þar með ná saman.

Við elskum hvort annað skilyrðislaust ég og Gösli minn.

 

Njótum þess sem við höfum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband