Skyldi engan undra.

Ekki er ég neitt undrandi á háu vöruverði ef rýrnun er slík sem hér frá greinir. 

Við hin sem stelum ekki úr búðum þurfum að borga meira fyrir hverja vöru til að verslunin tapi ekki á óheiðarlegu fólki.

Þetta er þó atvinnuvegur sem veitir atvinnu, ekki alslæmt en slæmt fyrir okkur sem þurfum að borga það sem miður fer.

Gæti hver og einn verið örlítið heiðarlegri í dag en í gær?

Hugsanlega græddu allir í lokin.


mbl.is Lagt hald á mikið magn þýfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þetta er falleg lífsspeki. Takk.

Rut Sumarliðadóttir, 3.9.2008 kl. 12:40

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held bara að það sé orðið of seint fyrir mig að reyna að venja mig af þessu.

Árni Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 13:01

3 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Litlu skrefin skipta máli Rut. Gangi þér allt að sólu.

Aldrei of seint Árni, þar sem er líf þar er von. Gangi þér allt í haginn.

Frostaveturinn mikli 1918, var það ekki árið sem olían fraus og konan fékk hita? Ég er nú farin að taka illa eftir sökum öldrunarheilkenna en þegar rofar til les ég um margt glæmsamlegt hér á landi og koma engir innfluttir glæpamenn þar að.  það er erfitt að vera heiðarlegur í umhverfi sem elur á glæpum og auðvitað eru heiðarlegir menn troðnir undir á skítugum skónum  en viljum við verða eins?  Njóttu dagsins og lífsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband