21.8.2008 | 08:29
Víða er mikið að.
Ég tel líklegt að ræningjarnir hafi verið í einverskonar vímu. Í það minnsta á ég erfitt með að hugsa það til enda að menn vakni bláedrú um miðja nótt og ákveði að ræna mann og annan.
Ef umræddir eru í efnum sem rugla heilastarfsemi þeirra þá er ráð að hjálpa - til þess eru velferðarsvið/meðferðarstofnanir/hjálparúrræði.
Ég legg til að allir borgarstjórar sem ekki eru starfandi í dag afþakki launagreiðslur þá myndast fjármagn til að aðstoða þá sem eru í nauð.
Svo má skoða þá staðreynd að ef ekki væru ræningjar/lögbrjótar/........... þá hefðu margir lítið að gera. Nefni lögreglu, lögmenn, fangaverði, meðferðaraðila, lækna, hjúkrunarkonur, sálfræðinga og svo framvegis, og svo framvegis.
Þurfum við ekki að hjálpa þeim til að hjálpa sér sjálf? Byrjum í garðinum heima áður en við hendum okkur um veröld víða í hjálparstarfsemi.
Fer glöð út í daginn þakklát fyrir að þetta var ekki ég.
Leigubílstjóri barinn og rændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.