Strákar eru mikilvægir. Flottir strákar eru augnayndi. Hávaxnir lágvaxnir og allt þar á milli. Ekki er langt síðan ég bakkaði á Kringluna þegar ég missti minnið (black out) yfir einstaklega myndarlegum manni sem stökk út úr bíl sínum um leið og ég ætlaði að bakka í stæði. Enginn slasaðist og Kringlan stendur enn. Ég hef farið allt oft undanfarna mánuði í gönguferðir/bílferðir og vapp til að skoða stráka sjálfri mér til mikillar gleði. Haldið velsæminu innan siðlegra marka bara skoða ekki snerta - ekki glápa - örlítið perraleg án efa flóttaleg til augna og æðis. Þar sem aldurinn er farinn að segja til sín (verð 57 ára í janúar næstkomandi) hefur áhorfið vaxið mér upp fyrir höfuð enda fjöldi yndislegra manna óendanlegur. Ég varð að setja mér ramma til viðmiðunar við strákaskoðun hversdagsins. Niðurstaðan var þessi: Strákarnir sem ég horfi núna á eru yfir fimmtíu og fimm og undir sjötugu. Sem sé á svipuðum aldri og ég en ekki eldri en Gösli minn. Aldeilis búin að þrengja hópinn sem ég fer til að skoða. Þessar reglur setti ég fyrir viku síðan. Síðan hef ég ekki farið út úr húsi Horfa hvað? Gera hvað? Ég hlakka til vetrarins því þá hverfa sætu/myndarlegu mennirnir undir sömu steinana og þeir komu undan í vor. Eftir fimmtugt langar mann enn en man aldrei í hvað.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
|
Athugasemdir
Hæ Hafdís.
Það er gott að Kringlan stendur enn
Annars var haft að orði síðast í gær að þín væri sárt saknað úr Glaðheimum....
Hafðu það nú sem allra best.
Pétur Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 09:13
Góð færsla
Svanhildur Karlsdóttir, 11.8.2008 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.