3.8.2008 | 06:23
Klemmubrauð og mjólkurgrautur
Það er farið vel með mig hér norðan heiða, ég fékk í gær bæði mjólkurgraut og klemmubrauð.
Ég fór inneftir að Halldósstöðum sem er í framsveitinni, eftir vistina þar fór ég úteftir til Akureyrar.
Ég fór vestur í Varmahlíð.
Sótti brauðið sem var sunnanmegin við smjörið.
Og mér finnst þetta skemmtilegt. Einstakt. Ótrúlegt. Ég er þvílíkt lánsöm kona. Enn að læra enn að upplifa enn að bæta tærri snilld í reynslubankann minn.
Ég er hinsvegar fyrst og fremst búin að kynnast góðu fólki, ég er glöð og þakklát fyrir það.
Ég stefni á að njóta dagsins og hafa hann góðan.
Athugasemdir
Svanhildur Karlsdóttir, 3.8.2008 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.