Hvað í raun.....

er einhvers virði?

Ég fyllist stundum depurð án nokkurrar áþreifanlegrar ástæðu.  Hvað er til ráða?

Skynsemin segir mér að fara út að ganga, tala við fólk.  Tala við Guð minn, bara eitthvað annað en sitja í depurðinni. 

Á stundum geri ég eins og vit mitt og skynsemi segir til um. Geng um stræti borgarinnar eða út í víðáttu sveitanna.  Mæli mér mót við menn sem geta lánað mér dómgreind.

Ég tala við Guð minn upphátt og í hljóði, bið um styrk í dagsins önn og þakka fyrir þá gnótt lífsgæða sem hann úthlutaði mér af gæsku sinni.

Oftar en ekki virkar ofangreint en ekki alltaf. Og hvað þá?

Er bara ekki allt í lagi að vera dapur um stund?  Allt líður hjá.

Það er einfalt að gefa ráð - erfitt að fara eftir þeim.

Hvað í raun er einhvers virði?

Fyrir mig er það að vera sátt við mig einfaldlega vegna þess að ég er eina manneskjan sem ég sit uppi með - alltaf.

Þegar ég er döpur um stund eins og núna er ég óendanlega þakklát fyrir að á morgun er nýr dagur. 

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Takk Ásdís.  Enda góður dagur í dag ekkert til annað en gleðin ein.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 10.6.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband