Bukta mig í auðmýkt.

Sylvía Ólafsdóttir nokkur setti upp þrifnaðaráætlun fyrir þá sem þurfa, set hana hér:

Að losa drasl

Að nota 15 mínútur daglega til að losa drasl, nota 27-hluta aðferðina og hreinsa heitu svæðin á heimilinu eru áhrifaríkustu aðferðirnar sem þú getur notað til að eignast friðsælt og snyrtilegt heimili.   Mundu að þú kemur aldrei skipulagi á draslið - þú getur bara komið hlutum sem þér þykir vænt um snyrtilega fyrir.

Hér eru nokkur ráð:

  1. Hvenær á að losa drasl? Ákveddu hvenær dags þú ætlar að hreinsa til á svæðinu. Gerðu smá á hverjum degi - notaðu vekjara og stilltu tímann.  Passaðu þig á því að fá ekki tiltektaræði. Þegar maður er einu sinni byrjaður, hættir manni til að geta ekki hætt.  Ekki ofgera þér, gerðu bara smávegis í einu.  Heimilið varð ekki skítugt á einni nóttu og verður ekki þrifið á einum degi. Þegar þú stillir vekjarann þá máttu í mesta lagi taka tvær 15 mínútna lotur.  Þér finnst þetta kannski ómögulegt núna, en þetta hefst í hænuskrefum.  Eftir örfáa mánuði verður heimilið algjörlega laust við drasl.
     
  2. Hvað þarf til? Þú þarft ruslapoka, kassa, merkimiða og afþurrkunarklút. . Merktu kassana með: gefa, geyma eða henda.  Settu ruslapoka ofan í henda-kassann, svo hendirðu pokanum út þegar þú ert búin með lotuna.
     
  3. Stilltu vekjarann: í 60 mínútur (eða 30, 15, eða 10 mínútur - skiptir engu máli).  Byrjaðu bara að vinna og passaðu þig að taka ekki meira drasl fram en þú getur gengið frá aftur á skömmum tíma.  Þetta þýðir t.d. ein skúffa í einu, ein hilla í skápnum, einn blaðarekki eða kíkja undir húsgögnin á svæðinu. Ekki allt í einu!
     
  4. Byrjaðu við inngang rýmisins: Farðu svo réttsælis í hring.  Ekki sleppa úr hluta.  Hvað sem er næst í röðinni, taktu það fyrir.
     
  5. Losaðu drasl! Með kassana við fæturnar á þér og afþurrkunarklút í vasanum, byrjaðu að losa þig við þá hluti sem mega missa sín í þessu rými.  Settu rusl í henda-kassann, það sem hægt er að gefa í Rauða Krossinn o.þ.h. í gefa-kassann og það sem þú vilt geyma/koma fyrir annars staðar í geyma-kassann..  Ekki hafa áhyggjur af því að þú hafir ekki pláss fyrir þetta annarsstaðar.  Þegar þú verður búin þá muntu sko hafa pláss!
     
  6. Hverju á að henda? Þú skalt spyrja sjálfa þig að eftirfarandi spurningum:
    • Þykir mér vænt um þetta?
    • Hef ég notað þetta á síðastliðnum 12 mánuðum?
    • Er þetta rusl?
    • Á ég annað svona sem er betra?
    • Þarf ég að eiga tvennt?
    • Hefur þetta tilfinningalegt gildi fyrir mig?
    • Eða veldur það mér bara vanlíðan að sjá þetta?

     

  7. Henda-kassinn! Þegar henda-kassinn fyllist, taktu þá ruslapokann úr og bara út í tunnu með hann!  Settu nýjan poka í kassann og áfram með smjörið ef lotan er ekki búin.

     
  8. Gefa-kassinn: Þegar gefa-kassinn fyllist, lokaðu honum og settu hann inní bílinn þinn.  Næst þegar þú þarft að nota bílinn skaltu fara með hann á viðeigandi stað. Ekki safna í bílskúrssölu eða fyrir tombólu, þú færð margfalt til baka það sem þú gefur í burtu.  Mundu að þú ert að reyna að losa heimilið við drasl, ekki endurraða því heima fyrir.  Náðu svo í annan kassa, merktu hann sem gefa-kassa og haltu áfram að vinna.
     
  9. Geyma-kassinn:  Þegar geyma-kassinn er orðinn fullur, taktu hann þá upp og gakktu um heimilið og settu hvern hlut í það rými sem hann á að vera í.  Ef þeir eiga sér ákveðinn stað, settu þá þar, en annars í viðeigandi rými.  Þegar þú hefur lokið við að hreinsa heimilið af drasli mun hver hlutur eiga sér ákveðinn stað.
     
  10. Þegar bjallan hringir: Þá skaltu koma öllum kössunum fyrir, en ganga fyrst frá öllum hlutum í geyma-kassanum, eins hratt og þú getur.

    Fara til baka

 

Ég elska svona fólk eitt blóm fyrir hana

 

Njótum dagsins. 

© 2006 www.sylviaolafsdottir.com

 








« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband