Og hvað er til ráða?

Með heimilislausa eins og svo margt annað í þessari veröld, ef ég hefði lausn, þá kæmi ég með hana hér og nú.

Eymd er valkostur og það er til lausn, en til þess að sú lausn virki þarf bæði að vera vilji og löngun til staðar.

Þar til allir heimilislausir hafa náð áttum trúi ég að verið sé að gera vel.

Lögmálið um skortinn virðist þó vera til staðar:

Þegar einni þörf er fullnægt þá kemur önnur.

Og ekkert tekur enda í það minnsta lítið ef við lítum til sögunnar.

En þar sem er líf þar er von.

 

 

 


mbl.is Heimilislausir fleiri en borgin telur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Eymd er valkostur???

Ég hef enn ekki heyrt þess dæmi að nokkur maður hafi valið sér að vera sjúklingur. Fólk fær sjúkdóma án þess að leggja inn beiðni þar að þútandi, þar með talinn alkóholisma. Sumir fá lækningu á sínum sjúkdómum, en því miður ekki allir; það hefur ekkert með vilja að gera.

Jóhannes Ragnarsson, 19.4.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Hvað áttu við með að það hafi ekkert með vilja að gera?

Alkólismi er sjúkdómur samkvæmt skilgreiningu, við honum er ekki til lækning.  En hægt er að halda honum niðri, líkt og svo mörgum öðrum sjúkdómum.

Til þess þarf löngun og vilja.

Velja þarf og hafna - síðan vinna að lausninni. 

Sem dæmi má taka hvaða sjúkdóm sem er eða þar um bil. 

En ég læt duga að vísa í AA samtökin og öll önnur svipuð samtök.

Njóttu dagsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 19.4.2008 kl. 10:20

3 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Ég er mikið sammála Ásdís.

Aldrei missa vonina og aldrei tapa gleðinni, og færar í flestan sjó ekki satt?

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 19.4.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband