3.11.2007 | 09:43
Ég vildi að ég væri.................
Bleikt tungl... eftir Steinar Steinunnarson.
Ég er norður, ég er austur
Ég er veikur, ég er hraustur
Ég er sandur, ég er mold
Ég er andi, ég er hold.
Ég er kona, ég er maður
Ég er rökvís, ég er blaður
Ég er sæll, ég er sár
Ég er bros, ég er tár.
Ég er stríð, ég er friður
Ég er upp, ég er niður
Ég er lag, ég er ljóð
Ég er piltur, ég er fljóð.
Ég er Grettir, ég er Glámur
Ég er skrækur, ég er rámur
Ég er tröll, ég er álfur
Ég er heill, ég er hálfur.
Ég er suður, ég er vestur
Ég er boðflenna, ég er gestur
Ég er faðir, ég er móðir
Ég er systir, ég er bróðir.
Ég er grugg, ég er tær
Ég er stormur, ég er blær
Ég er sorg, ég er hlátur
Ég er gleði, ég er grátur.
Ég er fávís, ég er fróður
Ég er eyðing, ég er gróður
Ég er rýr, ég er feitur
Ég er kaldur, ég er heitur.
Ég er nískur, ég er gjöfull
Ég er engill, ég er djöfull
Ég er máni, ég er sunna
Ég er munkur, ég er nunna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.