13.5.2008 | 22:50
Bukta mig í auðmýkt.
Sylvía Ólafsdóttir nokkur setti upp þrifnaðaráætlun fyrir þá sem þurfa, set hana hér:
Að losa drasl
Að nota 15 mínútur daglega til að losa drasl, nota 27-hluta aðferðina og hreinsa heitu svæðin á heimilinu eru áhrifaríkustu aðferðirnar sem þú getur notað til að eignast friðsælt og snyrtilegt heimili. Mundu að þú kemur aldrei skipulagi á draslið - þú getur bara komið hlutum sem þér þykir vænt um snyrtilega fyrir.
Hér eru nokkur ráð:
- Hvenær á að losa drasl? Ákveddu hvenær dags þú ætlar að hreinsa til á svæðinu. Gerðu smá á hverjum degi - notaðu vekjara og stilltu tímann. Passaðu þig á því að fá ekki tiltektaræði. Þegar maður er einu sinni byrjaður, hættir manni til að geta ekki hætt. Ekki ofgera þér, gerðu bara smávegis í einu. Heimilið varð ekki skítugt á einni nóttu og verður ekki þrifið á einum degi. Þegar þú stillir vekjarann þá máttu í mesta lagi taka tvær 15 mínútna lotur. Þér finnst þetta kannski ómögulegt núna, en þetta hefst í hænuskrefum. Eftir örfáa mánuði verður heimilið algjörlega laust við drasl.
- Hvað þarf til? Þú þarft ruslapoka, kassa, merkimiða og afþurrkunarklút. . Merktu kassana með: gefa, geyma eða henda. Settu ruslapoka ofan í henda-kassann, svo hendirðu pokanum út þegar þú ert búin með lotuna.
- Stilltu vekjarann: í 60 mínútur (eða 30, 15, eða 10 mínútur - skiptir engu máli). Byrjaðu bara að vinna og passaðu þig að taka ekki meira drasl fram en þú getur gengið frá aftur á skömmum tíma. Þetta þýðir t.d. ein skúffa í einu, ein hilla í skápnum, einn blaðarekki eða kíkja undir húsgögnin á svæðinu. Ekki allt í einu!
- Byrjaðu við inngang rýmisins: Farðu svo réttsælis í hring. Ekki sleppa úr hluta. Hvað sem er næst í röðinni, taktu það fyrir.
- Losaðu drasl! Með kassana við fæturnar á þér og afþurrkunarklút í vasanum, byrjaðu að losa þig við þá hluti sem mega missa sín í þessu rými. Settu rusl í henda-kassann, það sem hægt er að gefa í Rauða Krossinn o.þ.h. í gefa-kassann og það sem þú vilt geyma/koma fyrir annars staðar í geyma-kassann.. Ekki hafa áhyggjur af því að þú hafir ekki pláss fyrir þetta annarsstaðar. Þegar þú verður búin þá muntu sko hafa pláss!
- Hverju á að henda? Þú skalt spyrja sjálfa þig að eftirfarandi spurningum:
- Þykir mér vænt um þetta?
- Hef ég notað þetta á síðastliðnum 12 mánuðum?
- Er þetta rusl?
- Á ég annað svona sem er betra?
- Þarf ég að eiga tvennt?
- Hefur þetta tilfinningalegt gildi fyrir mig?
- Eða veldur það mér bara vanlíðan að sjá þetta?
- Henda-kassinn! Þegar henda-kassinn fyllist, taktu þá ruslapokann úr og bara út í tunnu með hann! Settu nýjan poka í kassann og áfram með smjörið ef lotan er ekki búin.
- Gefa-kassinn: Þegar gefa-kassinn fyllist, lokaðu honum og settu hann inní bílinn þinn. Næst þegar þú þarft að nota bílinn skaltu fara með hann á viðeigandi stað. Ekki safna í bílskúrssölu eða fyrir tombólu, þú færð margfalt til baka það sem þú gefur í burtu. Mundu að þú ert að reyna að losa heimilið við drasl, ekki endurraða því heima fyrir. Náðu svo í annan kassa, merktu hann sem gefa-kassa og haltu áfram að vinna.
- Geyma-kassinn: Þegar geyma-kassinn er orðinn fullur, taktu hann þá upp og gakktu um heimilið og settu hvern hlut í það rými sem hann á að vera í. Ef þeir eiga sér ákveðinn stað, settu þá þar, en annars í viðeigandi rými. Þegar þú hefur lokið við að hreinsa heimilið af drasli mun hver hlutur eiga sér ákveðinn stað.
- Þegar bjallan hringir: Þá skaltu koma öllum kössunum fyrir, en ganga fyrst frá öllum hlutum í geyma-kassanum, eins hratt og þú getur.
Fara til baka
Ég elska svona fólk eitt blóm fyrir hana
Njótum dagsins.
© 2006 www.sylviaolafsdottir.com
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 12:48
Hið daglega blóm ...........
Fá lögreglumenn í Reykjavík og nágrenni, fyrir að hafa sinnt störfum sínum með sóma í vetur. Komið strax og ég hef kallað, hjálpsamir og ljúfir. Bjargað mannslífi/mannslífum oftar enn einu sinni og komið í veg fyrir mikinn mannlegan harmleik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 00:47
Blóm dagsins fær ..........
Afgreiðsludaman í Hagkaupum Holtagörðum, snyrtivörudeild:
Sjaldan verið eins sæl með góða og heiðarlega þjónustu. Megi ég njóta þjónustu hennar lengi og vel.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2008 | 09:44
Ef fimm eru grunaðir um ölvun við akstur
Hvað ætli það sé stórt hlutfall af þeim sem aka um götur/stræti/vegi landsins undir áhrifa áfengis eða annara löglegra/ólöglegra efna?
En bjarta hliðin er enginn dó.
5 grunaðir um ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 07:54
Örverpið mitt.
Í tilefni mæðradagsins þá segi ég og meina til hamingju með þetta afrek sonur sæll.
Besti leikmaður á Íslandsmóti karla í körfubolta.
Hlynur og Pálína bestu leikmennirnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2008 | 06:48
Blóm dagsins fær .............
hún mamma mín fyrir að hafa fætt mig og klætt, komið mér til manns. Lagt grunn að því sem ég er í dag.
Elsku mamma mín til hamingju með daginn, sólblóm þér til handa:
Og af því að ég hef ekki heimsótt þig lengi sótti ég blómvönd handa þér og setti þau í vasa.
Ég á orðið erfitt með að líta til þín síðan þú hættir að þekkja mig, ekkert líf í augunum sem gæti sagt að þú vissir að ég væri þarna. En það er eins vel hugsað um þig og unnt er miðað við undirmönnun á lokuðu hjúkrunardeildinni sem þú ert á.
Ég bið Guð minn sem oftar að kalla þig heim til sín. Þínum vinnudegi er lokið hér á þessari jörð.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars. Enginn veit hversu mikinn tími er til stefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 21:23
IÐNAÐARMENN
Elska iðnaðarmenn mest þó hann Gösla minn. Sem er múrarameistari með meiru.
Iðnaðarmannavísur eiga oft við og ég fann þessar í fórum mínu:
Enn fram úr nóttinni morgninum miðar,
magnast nú glæður.
Þetta er mitt ljóð og þetta er yðar,
ó þjáningarbræður.
Illt er að treysta þeim iðnaðarmönnum,
ágerast meinin.
Þeir eru sífellt í upplognum önnum
andskotans beinin.
Hvarvetna reisa þeir mistakamerkin,
minnkar vor lukka.
Ferlega seinir að framkvæma verkin
en fljótir að rukka.
Kann ekki nokkur á klukkuna ratinn
með kvarnir í straffi.
Ef hingað þeir mæta í hádegismatinn
þeir hætta á kaffi.
Ef maður þá hittir og minnir á orðin
þeir möskvana smjúga.
Í huganum róa þeir bæði á borðin
og byrja að ljúga.
Þeirra er loforða þaulsetinn skutur
og það finnst mér sárast.
Að ekki er gerður einn einasti hlutur
sem ætti að klárast.
Og svo þegar verkið til lykta er leitt,
og losnar um dampinn.
Þá borga ég seint, eða borga ekki neitt.
Og brosi í kampinn.
Bjarmar Hannesson
Minn sefur sæll eftir vænan vinnudag, skrýtið hve gott er að elska.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 09:19
Blóm dagsins................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2008 | 07:48
Hvað er að gerast?
Lögregla með húmör! Ja hérna hér. Gaman að þessu.
Gott að maðurinn var ekki á tíræðisaldri, þá væri verknaðurinn flokkaður undir elliglöp.
Gott að maðurinn var ekki í annarlegu ástandi, þá væru efnunum kennt um.
Gott að þetta var ekki góðkunningi lögreglunnar, þá hefði slettst upp á kunningsskapinn.
Gott að þetta var ekki ég, þá væri ég ekki brosandi yfir þessu.(kannski þó!) Enda er ég á sextugsaldri.
Gott að þetta var ekki unglingur, þá væri foreldrum kennt um.
Hvað verður svo um manninn? Brjóta rúðu og hlaupa svo!
Til gamans? Eða til að skoða afleiðingar gjörða sinna.
Svo er mér eiginlega alveg sama.
Bullukollur braut rúðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2008 | 06:39
Gösli minn.
Fær einnig blóm fyrir að umbera mig og elska mig eins og ég er.
Hann þolir ekki lík, afskorin blóm eru lík að hans mati og við það situr. En gjörðu svo vel Gösli minn:
Njóttu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)