Launagleði

Gerir það daginn betri að öfundast út í auðmenn landsins?

Láta fréttir af mánaðarlaunum sem jafngilda rúmlega árslaunum mínum stjórna því hvernig mér líður?

Æji stundum á ég erfitt með að samgleðjast öðrum, enda líkar mér ekki  jafn vel við alla.

Mér þykir betra að samgleðjast með þeim sem mér líkar, samt finnst mér að jafnt eigi yfir alla að ganga- hvað svo sem það þýðir.

En ég á bágt með að umbera fátækt og skort - sér í lagi þegar það eru fleiri valkostir.

 

Njótum þess er við höfum.


Iss piss og allt það....................

Fátækt og atvinnuleysi.

Margir eru atvinnulausir samt vantar fólk til vinnu með börnum, öldruðum og fötluðum- einnig í fiskvinnslu og svo mætti lengi telja.  Íslendingar eru fínt fólk, duglegt - klárt - vel menntað og allt það , samt vinnur það ekki hvað sem er.

Ég vinn með fötluðum, ekki margt fyrir löngu vann kona ein með mér -ein af þeim sem hafði unnið í banka meðan það þótti fínt.  Vinnuhlutfallið hennar var um 80% ef ég man rétt en samt taldi hún sig vera atvinnulausa!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 Henni þótti starfið vera lítils/enskis virði.............

Eins er í pottinn búin með störf með öldruðum og börnum- lítilsverð störf að margra mati.

Ef til vill er vinna með fólki lítils virði-má vera-getur verið  og kannski ekki virði launanna ( sem eru afar lág).

Samt eigum við flest eftir að verða gömul og þurfa aðstoð- vert er að velta fyrir sér hvernig aðstoð við viljum fá?

Mamma sagði frá að hún sem barn hefð farið með mat til móðursystur sinnar sem bjó sín síðustu ár á elliheimilinu Grund, því naumt var skammtað.

Ég vann sem ung kona(um tvítugt) á elliheimili, baðað var á hverri deild á hálfsmánaðar fresti - öllum smalað saman og færibanda skrúbb á vistmenn.  Nú er víst luxus í gangi, baðað einu sinni í viku.

Ég segi enn og einu sinni - ef við leyfum þeim að lifa gerum vel við þau.

Yfir í fátæktina, hvað er að vera fátækur?

 

Sá spyr sem ekki veit.

 

Eigum sem bestan dag.


Leggjum sendiráðin niður................

Þau eru með öllu óþörf.  Nýtum fjarskiptatæknina.

Spörum í þrengingunum, hættum allri sýndarmennsku, notum peningana sem sparast í atvinnuuppbyggingu.

 

Njótum dagsins.


Ég legg til.............

mæli með skora á.............alla ráðamenn landsins:

Hættið veisluhöldum á kostnað ríkis og sveitarfélaga(bara í sex mánuði)

Hættið ferðalögum á kostnað ríkis og sveitarfélaga(bara í sex mánuði)

Gangið, hjólið eða takið strætisvagn til vinnu(bara í sex mánuði)

Takið með ykkur nesti að heiman(bara í sex mánuði)

Afþakkið bensínstyrk(bara í sex mánuði)

Afþakkið alla bitlinga(bara í sex mánuði)

 

Gefið síðan milljarðana sem sparast til þeirra sem minnst mega sín.

 

Eigum góðan dag.

 

 


Ég elska Pétur Blöndal.

Þrátt fyrir þá staðreynd að hann er gallharður sjálfstæðismaður.

Hann er heiðarlegur og fylginn sér.

 

Hann er sjálfum sér samkvæmur.  Hann lætur ekki stjórnast af neinu nema eigin sannfæringu og er óhræddur við að  rekast illa í hjörð.


Stelur átta milljónum.............

og ekki talið að um ásetning sé að ræða!!!!!!!!!!!!!!

Ef ekki er um að ræða ásetning hvað þá?

Ég borgaði óvart með annara manna/félaga korti en meinti ekkert illt með því.

 

Það fylgja ónot svona lesningu.


Blómin blá.

Ég leitaði blárra blóma

að binda þér dálítinn sveig,

en fölleit kom nóttin og frostið kalt

á fegurstu blöðin hneig. 

Og ég gat ei handsamað heldur

þá hljóma sem flögruðu um mig,

því það voru allt saman orðlausir draumar

um ástina, vorið og þig. 

En bráðum fer sumar að sunnan

og syngur þér öll þau ljóð,

sem ég hefði kosið að kveða þér einn

um kvöldin sólbjört og hljóð. 

Það varpar á veg þinn rósum

og vakir við rúmið þitt,

og leggur hóglátt að hjarta þínu

hvítasta blómið sitt. 

Ég veit ég öfunda vorið,

sem vekur þig sérhvern dag,

sem syngur þér kvæði og kveður þig

með kossi hvert sólarlag. 

Þó get ég ei annað en glaðst við

hvern geisla´er á veg þinn skín,

og óskað, að söngur, ástir og rósir

sé alla tíð saga þín. 


Fylgd.

Komdu, litli ljúfur,
labbi, pabba stúfur,
látum draumsins dúfur
dvelja inni um sinn.
-- heiður er himinninn.
Blærinn faðmar bæinn,
býður út í daginn.
Komdu, kalli minn.

Göngum upp með ánni
inn hjá mosaflánni,
fram með gljúfragjánni
gegnum móans lyng,
-- heyrirðu hvað ég syng --
líkt og lambamóðir
leiti á fornar slóðir
innst í hlíðarhring.

Héðan sérðu hafið
hvítum ljóma vafið,
það á geymt og grafið
gull og perluskel,
ef þú veiðir vel.
En frammi á fjöllum háum
fjarri sævi bláum
sefur gamalt sel.

Glitrar grund og vangur,
glóir sund og drangur.
Litli ferðalangur
láttu vakna nú
þína tryggð og trú.
-- Lind í lautu streymir,
lyng á heiði dreymir,
-- þetta land átt þú.

Hér bjó afi og amma
eins og pabbi og mamma.
Eina ævi og skamma
eignast hver um sig.
-- stundum þröngan stig.
En þú átt að muna
alla tilveruna,
að þetta land á þig.

Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svikasættir
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja:
þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér.

Göngum langar leiðir,
landið faðminn breiðir.
Allar götur greiðir
gamla landið mitt,
sýnir hjarta sitt.
Mundu, mömmu ljúfur,
mundu, pabba stúfur,
að þetta er landið þitt.

Guðmundur Böðvarsson

Til Guðs frá Jóhannesi.

                                                        Til Guðs frá Jóhannesi.


Komdu blessaður drottinn minn sæll og blessaður

og þakka þér fyrir gamalt og gott

nú er orðið langt síðan við höfum sézt

við höfum einhvern veginn farizt á mis


Ég hef stundum verið að segja við sjálfan mig

guð minn guð minn hví hefur þú yfirgefið mig

það er skömm að því að hittast ekki oftar

eins og við vorum nú samrýmdir í gamla daga


Þú varst alltaf svo skemmtilegur á jólunum

mikið varstu nú almáttugur og algóður

og mikið hefurðu nú gengizt fyrir síðan

ég held þú sért orðinn ennþá karlalegri en ég



Er ekki voða erfitt að vera guð á svona tímum

hvað líður vísitölunni í himnaríki núna

tollir nokkur sála hjá þér þarna í sveitinni

fara ekki allir til fjandans í höfuðstaðinn


Skaparðu nokkuð merkilegt nú orðið

hefurðu nokkurn stundlegan frið fyrir mönnunum

eru þeir ekki alltaf að hóta þér verkfalli

eru þeir ekki alltaf að biðja þig um stríð


Nú erum við íslendingar hættir við byltinguna

við græddum svo mikið á síðasta stríði

heldurðu að þú gefir okkur nú ekki eitt enn

eða kannski þú sendir okkur nýjan frelsara



Skelfing leiðist mér hvað þú ert á hraðri ferð

því gaman hefði verið að spjalla lengur við þig

jæja drottinn minn vertu ævinlega margblessaður

og feginn vildi ég eiga þig að


Jóhannes úr Kötlum

Ef ég vissi ekki betur .................

............. héldi ég að ég væri dauð.

 

Svo léleg er ég við andans iðkan hér á blogginu - hum eftilvill breytist staðan innan tíðar.

 

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband