Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Launagleði

Gerir það daginn betri að öfundast út í auðmenn landsins?

Láta fréttir af mánaðarlaunum sem jafngilda rúmlega árslaunum mínum stjórna því hvernig mér líður?

Æji stundum á ég erfitt með að samgleðjast öðrum, enda líkar mér ekki  jafn vel við alla.

Mér þykir betra að samgleðjast með þeim sem mér líkar, samt finnst mér að jafnt eigi yfir alla að ganga- hvað svo sem það þýðir.

En ég á bágt með að umbera fátækt og skort - sér í lagi þegar það eru fleiri valkostir.

 

Njótum þess er við höfum.


Iss piss og allt það....................

Fátækt og atvinnuleysi.

Margir eru atvinnulausir samt vantar fólk til vinnu með börnum, öldruðum og fötluðum- einnig í fiskvinnslu og svo mætti lengi telja.  Íslendingar eru fínt fólk, duglegt - klárt - vel menntað og allt það , samt vinnur það ekki hvað sem er.

Ég vinn með fötluðum, ekki margt fyrir löngu vann kona ein með mér -ein af þeim sem hafði unnið í banka meðan það þótti fínt.  Vinnuhlutfallið hennar var um 80% ef ég man rétt en samt taldi hún sig vera atvinnulausa!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 Henni þótti starfið vera lítils/enskis virði.............

Eins er í pottinn búin með störf með öldruðum og börnum- lítilsverð störf að margra mati.

Ef til vill er vinna með fólki lítils virði-má vera-getur verið  og kannski ekki virði launanna ( sem eru afar lág).

Samt eigum við flest eftir að verða gömul og þurfa aðstoð- vert er að velta fyrir sér hvernig aðstoð við viljum fá?

Mamma sagði frá að hún sem barn hefð farið með mat til móðursystur sinnar sem bjó sín síðustu ár á elliheimilinu Grund, því naumt var skammtað.

Ég vann sem ung kona(um tvítugt) á elliheimili, baðað var á hverri deild á hálfsmánaðar fresti - öllum smalað saman og færibanda skrúbb á vistmenn.  Nú er víst luxus í gangi, baðað einu sinni í viku.

Ég segi enn og einu sinni - ef við leyfum þeim að lifa gerum vel við þau.

Yfir í fátæktina, hvað er að vera fátækur?

 

Sá spyr sem ekki veit.

 

Eigum sem bestan dag.


Leggjum sendiráðin niður................

Þau eru með öllu óþörf.  Nýtum fjarskiptatæknina.

Spörum í þrengingunum, hættum allri sýndarmennsku, notum peningana sem sparast í atvinnuuppbyggingu.

 

Njótum dagsins.


Ég legg til.............

mæli með skora á.............alla ráðamenn landsins:

Hættið veisluhöldum á kostnað ríkis og sveitarfélaga(bara í sex mánuði)

Hættið ferðalögum á kostnað ríkis og sveitarfélaga(bara í sex mánuði)

Gangið, hjólið eða takið strætisvagn til vinnu(bara í sex mánuði)

Takið með ykkur nesti að heiman(bara í sex mánuði)

Afþakkið bensínstyrk(bara í sex mánuði)

Afþakkið alla bitlinga(bara í sex mánuði)

 

Gefið síðan milljarðana sem sparast til þeirra sem minnst mega sín.

 

Eigum góðan dag.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband