Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Og mér barst vísa eftir síðustu færslu frá ástmanni mínum.

Ég vissi að í uppsveitum Árbæjarhverfis.

Var yndisleg kona, sem stundaði að nudda.

Og alltaf í mínum djörfustu draumum.

Mig dreymd'ana, væri eg að gutla með Skudda.

 

Í nótt er eg ætlaði að heimsækja hana.

Var helvítis bræla, með norðaustan rudda.

Og loksins er kom ég að þrepunum þessum.

Var þrekið mitt búið, af of miklum Skudda.

"Skuddi" er skagfirska og þýðir illa soðinn landi.

 


Áfengisdauður ungur maður.

Ég vappaði út úr fjölbýlishúsinu þar sem ég bý fyrir klukkan sjö í morgun, hér er sameiginlegur inngangur fyrir sex íbúðir, á fyrstu hæðinni lá ungur maður án efa fallegur svona á venjulegum degi og svaf svefni hinna drukknu með bjórflösku sér við hlið.

Hvað skal gera? Gera ekki neitt var ákvörðunin - enda kemur mér ekkert við hverjir geta notað áfengi og hverjir ekki. Ég fór út í morgunfegurðina eftir smástund kom sektarkenndin gamalkunna: ef hann ..............  hvað þá.  Svo skrifarinn snéri við og vakti kauða og bað hann blessaðann að koma sér heim til mömmu og pabba hið snarasta.  Ég fékk ekkert svar en viðkomandi deplaði augum sem ég túlkaði á þann veg að skilningur væri fyri hendi. 

Bíð spennt eftir að hann komi sér burt, hugsandi um myndavél, myndatöku,myndir fyrir unga manninn svo hann viti hve óskaplega var gaman í þessu teiti.

 

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

 


Heyr-heyr-heyr fyrir kúnnanum.

Á langri æfi hef ég oft farið til hársnyrtis/klippara, einatt þurft að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir að röðin kæmi að mér og er hér ekki að tala um kristlegt korter.

Oft fengið góða þjónustu, oft slæma- klippt allavega öðruvísi en beðið var um.  Oft kvartað og kveinað jafnvel gengið með höfuðfat meðan hárið síkkaði passlega mikið.

Ég hef aldrei bitið neinn eða brotið innréttingar vegna sárrar óánægju með toppstykkið á mér þó svo ég hafi ekki fengið endurgreitt. ( Í laumi tek ég ofan fyrir konunni er þó á móti ofbeldi - ég hvíslskrifa þetta)


mbl.is Óánægður kúnni beit hársnyrtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband