Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
6.5.2008 | 23:27
Ömmubæn
Á langri ævi verður sitthvað á vegi sérhvers manns. Þessi bæn frá ömmu til dóttursonar varð á vegi mínum og ég varð að deila henni með leyfi hlutaðeiganda.
Ömmubæn
Lag:Í bjúgri bæn
Texti:Sigríður Sigurðardóttir
Amma Sigga og Friðjón Ingi
Sem ljósgeisli í líf mitt inn
þú læddist sólskins-drengurinn.
Í brjósti lýsti birta sterk
þú birtist mér sem kraftaverk.
Þá ósk ég ber í brjósti mér
að birta ávallt fylgi þér
og lýsi skær á lífsins braut
og leiði þig frá hverri þraut.
Gangi þér gæfan þétt við hlið
í gegnum lífið, þess ég bið
á lífsins göngu eignist þú
ótal drauma, vonir, trú.
Og upp þú vaxir ungi sveinn
æðrulaus og hjartahreinn.
Megi móðurhöndin blíð
þig máttug leiða alla tíð.
-----------------
Njótum þess sem við höfum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 08:38
Veit ekkert.
Ég veit ekkert um peninga. Ég veit ekkert um sparnað. Ég veit ekkert um kreppu.
Ég veit ekki hversvegna nú er kreppa, líti ég ár til baka og skoða stöðuna hjá mér þá (er síhugsandi út frá eigin nafla) ekki krepputal, engin átti að spara, hvar kreppir að?
Ég veit að ég þarf að vinna fyrir peningum, peningarnir sem ég vinn fyrir eru mínir peningar. Ef ég á enga peninga get ég ekkert keypt.
Ég hef oft þurft að neita mér og mínum um sitthvað. Ég hef dottið í umframeyðslu (borga seinna pakkinn-kreditkort-yfirdráttur-skyndilán-víxlar og svo framveigis).
Lærði af því, til að laga stöðuna þurfti ég að vinna meira og eyða minna.
Á langri ævi hef ég lært að fara vel með (oftast nær) það dugar.
Þegar ég ek um á mínum aldraða eðalvagni og stórar glæsibifreiðar eru allt um kring, hugsa ég með mér:
Ég á þó minn.
Ég á nóg af öllu.
Tíma -börnum og peningum.............Þarf ég meir?
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
![]() |
Heimilin auka sparnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 10:58
Gott mál
já svo má segja. Mikill erill hjá lögreglu þýðir að þeir hafa nóg að gera. Mikið að gera þýðir að þeir fá laun fyrir. Sem þýðir að engin er kreppan hjá þeim. Aumur er atvinnulaus maður stendur einhverstaðar ekki gildir það um lögreglumennina sem sinna sínu þjónustuhlutverki vel við okkur sem viljum sofa á fallegu vornóttum, allavega ekki vera með slagsmál og ólæti.
Gott mál að allir geti verið ölvaðir það þýðir að þeir eru ekki blankir. Sem getur líka þýtt að þeir séu ekki atvinnulausir. Sem þýðir að krepputal er óviðeigandi. Auðvirðilegur er drukkinn maður stendur skrifað á góðum stað en hugsum alla vinnuna sem verður til kringum ofurölvi/útúrdópað fólk.
Nefni sem dæmi:
Lögreglu
Leigubílstjóra
Veitingastaði
Bari
Fangaverði
Lækna
Hjúkrunarfræðinga
Meðferðarheimili
Og svo framvegis og svo framvegis. Og svo framvegis.
Drekka og dópa, þannig er hægt að stuðla að litlu atvinnuleysi og engri kreppu fyrir þá sem sinna einstaklingum í annarlegu ástandi vegna neyslu efna sem breyta hegðum. Breytir þá litlu hvort um lögleg eða ólögleg efni er að ræða. Aukinn atvinna.
Lítum ætíð á björtu hliðarnar!
Svo má huga að framleiðslu og dreifingu þessara efna, margir standa þar að baki.
![]() |
Líkamsárás, ölvun og ólæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2008 | 06:17
Af villum míns vegar.
Þær eru engar í dag svo ég færði mér blóm í tilefni dagsins.
Ég fletti upp í Vísdómssporunum:
Í gömlum pípum logar best
Gefðu ekki svínum perlur eða heimskingjum ráð
Ég er sem fyrr og einatt að velta fyrir mér hvað er og hvað er ekki. Hvað er mér kært og ekki kært.
Ef ég hefði svör væri ég ekki að velta þessu fyrir mér. Hvað væri ég þá að gera?
Trúlega í húsverkum, nauðsynleg ferli sem þarf að eiga sér stað en ég kem mér undan því, húsverkin hafa aldrei stungið mig af.
Taka varla upp á því í dag svo ég held áfram vangaveltum um það sem mér er kært og ekki kært.
Njótið dagsins lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)