Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fullur flugmaður!

Jamm og jæja, ég sé engann mun á fullum flugmanni og öðrum fullum stjórnendum farartækja.  nema síður sé.

Ekki notarleg tilfinning að vita af einhverjum slompuðum eða timbruðum við stýrið.  Rétt að segja mönnum upp, of mikið í húfi.

Skál og syngja flugmenn allir................... er ekki notarlegt stef.


mbl.is Icelandair mátti segja flugmanni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ást

Ég er nýbúin að uppgötva ástina.  Ekki seinna vænna.

Á sunnudagsmorgun var ég að sýsla í eldhúsinu, kyrrt var úti og inni, friðsæld allstaðar.  Þá bárust mér til eyrna hrotur inn úr svefnherbergi.  Ég hlustaði um stund, brosti svolitlu kjánabrosi.  Ég fylltist hlýju, inní mér hríslaðist sælutilfinning, ég hef og á allt sem ég þarf og mig langar í og það hrýtur!  

Ég tók til morgunverð og naut þess að vera til.


Jæja

Er ekki ráð að birgja brunninn.....................
mbl.is Björguðu dreng og fundu lík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki dauð

Aldeilis ekki dauð, bráðspræk og skemmtileg að vanda.

Hef skoðanir en tel best að halda þeim fyrir mig um þessar mundir.

 

Það er gott að vera til.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband