Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
11.11.2008 | 09:52
Sprotafyrirtæki!
Hum og da. Hvað í veröldinni eiga þeir að gera sem búnir eru að tapa atvinnunni og aleigunni? Ekki virðast fréttir dagsins uppörvandi.
Við erum með fullt af þingmönnum, ráðherrum, aðstoðarmönnum, nefndum og svo framvegis sem dunda við að hreiðra vel um sig á afar góðum launum. Jafnvel þó gengið verði til kosninga og öllum skipt út eru þessir menn vel settir á eftirlaunum. Við hin sitjum ekki við sama borð. Svo hver og einn verður að bjarga sér!
Er ekki verið að hvetja landsmenn til að stofna sprotafyrirtæki?
Atvinnuskapandi hvernig sem á málið er litið, ja hérna hér ég dossa nú og slæ mér á lær.
Njótum dagsins lífsins og hvers ann
Varar við aukinni kannabisræktun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2008 | 23:21
Meira kærleikskitl.
Ódýrar lausnir
Ég innrétta hús mitt, ekki er það létt
því allt skal þar vera bæði fallegt og nett.
Í stofunni við gluggann er pláss fyrir frið
og fallegar kveðjur ég set þar við hlið.
Í miðju sérhvers herbergis ég hengi upp orð,
hamingjukenndir ég legg á öll borð,
í gluggana hengi ég hláturmildi efst,
hljómlitin ómar er tækifæri gefst.
Hugulsemi og kærleik í herbergin ég set
hjálpsemi ég mála á allt sem ég get
þögnin fótnett sem þekking mér veitir
þungamiðju hugans af lítillæti skreytir.
En best af öllu er að ekkert kostar þetta
þú aðeins þarft í huga þér ímyndanir flétta
og að loknu verki síðan sestu niður
þá sannarleg streymir um þig ástúð og friður.
Höfundur Unnur Sólrún úr bókinn Kærleikskitl - óbærileg lífshamingja.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 07:23
Kærleikskitl - óbærileg lífshamingja.
Alltaf gerist eitthvað fallegt og nýtt, hver dagur dýrðin ein. Ég veit núna hver orti ljóðið sem ég birti hér á vefritlunni minni. Ég veit meira í dag en ég vissi í gær sem er gott.
Kæra Hafdís. Ég er glöð að sjá ljóðið mitt hér á síðunni og þakka fyrir það. En mér þætti vænt um ef nafnið mitt fylgdi mér. Ljóðið er úr nýrri ljóðabók, Kærleikskitl - óbærileg lífshamingja.
Fallegar ljóðakveðjur
Unnur Sólrún
Mér þykir leitt að hafa ekki haft vitneskju um höfund fyrr, en veit það núna sem gleður mig í dagsins önn.
Endurbirti ljóðið og vona að ég geti eignast bókina fyrr en síðar.
Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúr´um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.
Og eftir litla stund ég vel að far´ á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.
Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þett´ er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.
Höfundur Unnur Sólrún.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)