2.4.2009 | 15:22
Svolítið undrandi hlessa og bit.
Öll mál af svipuðum toga eru sársaukafull fyrir marga aðila því ótrúlegur fjöldi einstaklinga koma að því með einum eða öðrum hætti, til að mynda fjölskyldur bæði þolenda og gerenda. Gæti ég gert það efni að löngum pistli en læt vera að sinni.
Ég skil alls ekki hversvegna prestur vill setjast aftur í stólinn, ég skil ekki hversvegna Biskupsstofa þarf tíma til að velta málinu fyrir sér núna/ennþá ef legið hefur fyrir síðan í desember að ekki óskað eftir þjónustu þessa prests.
Fyrir hvern er prestur í sókninni?
Þar fyrir utan trúi ég því að fátt gott leiði af einstaklingi sem ekki er velkominn hvar í sveit sem hann er settur.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Sóknarnefnd leggst gegn endurkomu Gunnars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
´Gunnar Björnsson var prestur bæði í Bolungavík og í Holti vestra hér áður fyrr. Skoðanir fólks á honum skiptust mjög í tvö horn, líkast því sem í honum byggju tveir menn. Kannski er það raunin......
Gunnar Th (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.