Og mér barst vísa eftir síðustu færslu frá ástmanni mínum.

Ég vissi að í uppsveitum Árbæjarhverfis.

Var yndisleg kona, sem stundaði að nudda.

Og alltaf í mínum djörfustu draumum.

Mig dreymd'ana, væri eg að gutla með Skudda.

 

Í nótt er eg ætlaði að heimsækja hana.

Var helvítis bræla, með norðaustan rudda.

Og loksins er kom ég að þrepunum þessum.

Var þrekið mitt búið, af of miklum Skudda.

"Skuddi" er skagfirska og þýðir illa soðinn landi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er kveðið af stakri snilld. Er Borgnesingurinn annars fluttur í höfuðstaðinn?

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:30

2 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Segðu. 

Neinei ekki er hinn eðalborni Gösli minn fluttur suður, ég hins vegar er með vinnufótinn í Reykjavík ennþá.  Svo betrifóturinn er ætíð tengdur ástmanninum þega laus stund gefst.

Njóttu dagsins.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 24.3.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband