21.3.2009 | 08:06
Áfengisdauður ungur maður.
Ég vappaði út úr fjölbýlishúsinu þar sem ég bý fyrir klukkan sjö í morgun, hér er sameiginlegur inngangur fyrir sex íbúðir, á fyrstu hæðinni lá ungur maður án efa fallegur svona á venjulegum degi og svaf svefni hinna drukknu með bjórflösku sér við hlið.
Hvað skal gera? Gera ekki neitt var ákvörðunin - enda kemur mér ekkert við hverjir geta notað áfengi og hverjir ekki. Ég fór út í morgunfegurðina eftir smástund kom sektarkenndin gamalkunna: ef hann .............. hvað þá. Svo skrifarinn snéri við og vakti kauða og bað hann blessaðann að koma sér heim til mömmu og pabba hið snarasta. Ég fékk ekkert svar en viðkomandi deplaði augum sem ég túlkaði á þann veg að skilningur væri fyri hendi.
Bíð spennt eftir að hann komi sér burt, hugsandi um myndavél, myndatöku,myndir fyrir unga manninn svo hann viti hve óskaplega var gaman í þessu teiti.
Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.