9.11.2008 | 23:21
Meira kærleikskitl.
Ódýrar lausnir
Ég innrétta hús mitt, ekki er það létt
því allt skal þar vera bæði fallegt og nett.
Í stofunni við gluggann er pláss fyrir frið
og fallegar kveðjur ég set þar við hlið.
Í miðju sérhvers herbergis ég hengi upp orð,
hamingjukenndir ég legg á öll borð,
í gluggana hengi ég hláturmildi efst,
hljómlitin ómar er tækifæri gefst.
Hugulsemi og kærleik í herbergin ég set
hjálpsemi ég mála á allt sem ég get
þögnin fótnett sem þekking mér veitir
þungamiðju hugans af lítillæti skreytir.
En best af öllu er að ekkert kostar þetta
þú aðeins þarft í huga þér ímyndanir flétta
og að loknu verki síðan sestu niður
þá sannarleg streymir um þig ástúð og friður.
Höfundur Unnur Sólrún úr bókinn Kærleikskitl - óbærileg lífshamingja.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.