Ég er yndisleg.

Já ég er frábærlega yndisleg, núna eru hjá mér þrjú yfir sig undrandi frönsk ungmenni.

Þau voru á leið í Borgarnes - ég bauð þeim far og síðan heim í kaffi.  Þau urðu mjög langleit í framan af undrun. Snaraði á borðið góðgæti af alkunnri íslenskri gestrisni.

Þau eru búin að tjalda í garðinum hjá mér. 

Stúlkan er að læra bókasafnsfræði, annar ungi maðurinn er tónlistarmaður og hinn grafískur hönnuður.  Þau ætla að vera hér á landi í þrjár vikur, eru á leiðinni norður í land - meðal annars ætla þau að skoða Mývatn.

Þau inntu mig eftir hversvegna ég væri gestrisin ókunnum.

Ég sagði þeim að ég tryði því einlægt að það sem ég gæfi af mér fengi ég aftur í einhverri mynd einhverntíma.

Eftir nokkurn tíma hugsa þau hlýlega til mín, segja frá með gleði vænti ég. Þá fæ ég hlýja strauma yfir Atlandshafið.

Ég kem til með að gleðjast yfir undrunar-og gleðisvip þeirra um aldur og ævi.

 

Í dag hef ég búið til góðar minningar.

 

Njótum þess sem við höfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Það mættu sko fleiri taka sér þig til fyrirmyndar. Ekki spurning að þú færð til baka það sem þú gefur.

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 12.8.2008 kl. 21:41

2 identicon

Frábært hjá þér Ég horfði um daginn á par reyna að veifa fari frá Ártúnsbrekkuni í um 45 mín, sat inná Nesti að borða Subway, ofbauð íslendinga sem allir keyrðu framhjá og tók þá uppí. Fransk par á leið til Þingvalla, skutlaði þeim uppí Mosó og rétti þeim 5000 kr uppí heita súpu þegar á leiðarenda væri komið enda klukkkan orðin 21 um kvöldið ...og einmitt ...andlitið datt af þeim Gaman gaman. Njótum okkar. Kveðja, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Já þú ert yndisleg að gera svona

Svanhildur Karlsdóttir, 13.8.2008 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband