Móðgaðir kettir

Ég held ketti.

Tvo svarta ketti og er með einn svartann sem kemur einatt inn um gluggann til að fá sér næringu.

Þegar ég bregð mér af bæ hugsar Gösli minn um kisurnar.  Þegar ég kom í Borgarnes eftir nokkura daga fjarvist upphófst mikið mjálm og klögumál.

Ég mjálmaði að sjálfsögðu á móti, og að lokum eftir mikið japl juml og fuður fékk ég skilning án vandræðagangi heimiliskattanna.

Gösli hafði fóðrað þá með hundamat!  Sagðist reyndar aðspurður hafa haldið fyrir myndina af hvutta en eftir sitja móðgaðir kettir, kona að nálgast sextugt öll dálítið hvumsa.

 

Njótum dagsins og hvers annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið skil ég kettina, þetta hefur varla verið hundum bjóðandi. 

Gott að geta haft auga með þér, endrum og eins.

Hafðu það sem best.     Kv  Friggja

Friggja (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband