3.7.2008 | 21:11
Þetta eina líf sem ég á og hrukkurnar.
Hrukkur eru yndislegar, broshrukkurnar í kringum augun, fátt fegurra, blikið í augum sem fylgja brosi sem nær lengra en að sýna tennur á vinarlegan máta.
Stundum á förnum vegi næ ég augnsambandi við fólk sem mæti. Ég á það til að brosa hlýlega - lyfta augabrúnum glaðlega og kinka kolli.
Viðbrögð eru margvísleg en oftast bros og örlítil höfuðhneiging. Ég trúi því einlægt að bros kalli fram bros, stundum verður fólk örlítið ráðvillt á svip eins og það vilji spyrja: Hver er þetta nú aftur? Andlitið kunnuglegt en ég man ekki hvaðan ég kannast við það eða persónuna sem á þetta brosandi andlit!
Ég fæ bros og hjartað slær hraðar. Dagurinn minn verður betri og um leið allra sem ég umgengst.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.