1.7.2008 | 21:22
Gott að vera ég.
Það er stundum svo í lífinu að erfitt er að skilja það sem fram fer í umhverfinu.
Ég velti því fyrir mér á stundum reyndar þýðir stundum núna oft og einatt - hvað það er gott að vera ég. Betra með hverri hrukku og hverju ári.
Ekki sjálfgefið ég hef unnið hörðum höndum fyrir hverri hrukku, hverju gráu hári, hlátrinum, gleðinni, sorginni og sælunni.
Reynslan gerir mig að þeirri manneskju sem ég er sem í dag:
ég vakna sátt, geri á mér morgunverkin reyni að vanda mig og vera í sparifötunum bæði i orði og æði daglangt, geri á mér kvöldverkin og sofna sátt.
Í dag er gott að vera til.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.