Ekki veitir af.

Miðað við að kreppan stórkostlega sé komin og búin að hreiðra um sig hérna á landinu fagra er þörf á útsölum.  Ef vara selst ekki á fullu verði þá bara á einhverju.

Ég veit nú reyndar ekki hvort einhver hagnist á útsölum, oft læt ég blekkjast af tilhugsuninni um að vera að græða.  Kannski tapa verslanir að sama skapi minna.

Ég reyndar legg til að hver og einn skoði í fataskápana sína og athugi þarfirnar.

Ég brá mér í búð á dögunum, sveimaði um með snert af kaupæði.  Afgreiðslumaður kom til mín og bauð fram aðstoð sína - eftir smá spjall við manninn komst ég að því að mig vantaði ekki eina einust flík, mig langaði í !!!!!!!!!!!!! 

Engin þörf á neinu bara löngun.  Ég fór tómhent heim og íhugaði þarfirnar.


mbl.is Sumarútsölurnar snemma á ferðinni í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband