26.5.2008 | 07:29
Morgunbjört og fögur.
-Hér á heimavígstöðinni minni er ró og friður, barnabörnin farin til síns heima daglegt amstur tekið við hjá þeim. Skóli - próf - leikur grín gaman og hin sígilda alvara. Þær eru báðar tvær á ellefta ári, alveg að verða tólf og ráða sér sjálfar.
Ég harðstjórinn - setti þær í garðvinnu, og stóðu þær sig með mikilli prýði.
Annar af tveimur ömmustrákum kom við af og til, sá býr hér í Borgarnesi, snaggaralegur og knár. Alltaf á hjóli þá kemst hann hraðar yfir. Afi vill gjarnan setja mótor í kassabílinn er fær hvergi samþykki fyrir því enn sem komið er.
Pilturinn er ánægður með ísbirgðir ömmunnar, kemur á stundum gagngert til að fá ís fyrir sig og félagana.
Njótum dagsins lífsins og hvers annars.
Athugasemdir
ÞAð er æði að eiga ömmu sem alltaf á ís.
Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 30.5.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.